Hjólið er eins manns/einnar konu faratæki – eða hvað? Þó hjólakona uppgvötvi að hún eigi von á barni, er engin ástæða til að hætta að hjóla. Margar skoðanir eru á því hversu lengi óléttar konur megi hjóla, en einnig að það sé í fínu lagi að hjóla alla meðgönguna. Algengt ráð er að konur breyti lífsmynstri ekki mikið að óþörfu á meðgöngu, þ.e. vanar hjólakonur ættu að halda áfram að hjóla, en óvanar ættu að bíða fram yfir fæðingu með að byrja. Það fer ekki bara eftir viðhorfi, heldur einnig eftir gerð og stillingum hjólsins; ágætt er að hækka stýrið og á síðustum vikum meðgöngu gæti verið þægilegt að hjólið sé með dömusniði svo að líkamsstaðan sé upprétt og maginn komist vel fyrir. Besti mælikvarðinn er hvernig tilvonandi mömmu líður á hjólinu sínu. Ávinningurinn af hollri hreyfingu er mikill, bæði fyrir móður og barn, og hættan á að detta er einnig til staðar á leiðinni út á bílastæði.