Rétt eftir Verslunnarmannahelgina nánar tiltekið fimmtudaginn 5. ágúst var haldinn stofnfundur norðurlandsdeildar ÍFHK í Kompaníinu og mætti þar fólk af báðum kynum og á öllum aldri. Var þetta ekki heðbundinn fundur heldur frekar umræðufundur og reyndi ég að miðla af reynslu okkar sunnanfólks og segja aðeins frá starfseminni í Reykjavík og einnig frá félaginu sem er 10 ára á þessu ári. Norðanfólk hafði frá ýmsu skemmtilegu að segja og komu upp margar hugmyndir bæði varðandi félagsstarfið og ferðir sem hægt væri að fara.