Um landið og borgina hafa verið lagðir vegir þar sem öll umferð landsmanna á að fara um. Víða eru síðan gangstéttir og stígar fyrir gangandi þar sem hjólreiðafólk má fara um sem gestir, að því tilskyldu að þeir trufli ekki umferð gangandi. Umferðin á götum borgarinnar getur verið hættuleg og illa er búið að umferð hjólandi þar sem götur eru oft þröngar og hraði mikill. Þar til hjólabrautir hafa verið lagðar verða ökumenn samt að deila götunum með hjólreiðafólki.
Það virðist stundum skorta skilning á þessu og stundum þar sem síst skildi eins og t.d. hjá Lögreglunni í Reykjavík eins og skjalfest er og lesa má um hér. Þetta er saga Sigurðar M. Grétarssonar sem var á heimleið dag einn, úr vinnu sinni þegar hann var stöðvaður af lögreglunni og síðar sent sektarboð fyrir það að hjóla á götunni og neita að hlýða tilmælum lögreglu um að fara af götunni. Vegfarendur eiga að hlýða tilmælum lögreglu í umferðinni en lögreglan verður líka að hafa gildar ástæður þegar hún gefur tilmæli til fólks um að breyta út frá umferðarlögum. Svo var ekki í þetta skipti sem sannast af því að þetta mál var látið niður falla eftir að Sigurður fundaði hjá lögreglustjóraembættinu með tveim fulltrúum frá Íslenska Fjallahjólaklúbbnum sér til aðstoðar.
Lesið alla söguna. PG