2008 var sérlega gott ár fyrir Íslenska fjallahjólaklúbbinn sem telur nú metfjölda félaga. Klúbburinn stóð fyrir mjög blómlegu félagslífi; fjölbreyttum ferðum; skemmri og lengri ferðum innanlands og erlendis. Viðburðir í klúbbhúsinu voru líka fjölmargir og fjölbreyttir; myndakvöld, viðgerða-, ferðaundirbúnings-, teininga-, og vetrarbúnaðarnámskeið, konukvöld, kaffihúsakvöld og margt fleira. Hápunktur starfsemi ÍFHK '08 var samt án efa "Stóra Berlínarferðin" en 16 manna hópur hjólaði á 8 dögum frá Kaupmannahöfn til Berlínar og þriggja daga hjólaferðin um bakka Þjórsár.