Klúbbhúsið, Brekkustíg 2
Á Brekkustíg 2 er ágætis aðstaða fyrir 20-30 manns á efri hæðinni, þar sitjum við í mesta bróðerni, sötrum kaffi, ræðum heimsmálin, hjólamálin og þjóðmálin. Það verða haldin kompukvöld, myndasýningar,, viðgerðanámskeið og ýmsar óvæntar uppákomur sem við kynnum á póstlistanum okkar eða Facebook síðu klúbbsins.
Á jarðhæð er viðgerðaraðstaða fyrir félagsfólk. Öll áhöld til viðgerða eru til staðar en ætlast er til þess að fólk geri við sjálft og gangi fallega um aðstöðuna.
Dagskráin og ferðalögin
Dagskrá klúbbsins má skoða á dagatalinu okkar og við reynum að setja inn nokkra góða viðburði hjá öðrum líka. Veljið Dagskrá í valmyndinni og síðan flokk.
En dagskrá keppnishjólreiða er að finna á vefnum hjolamot.is.