Við hittumst við Strætómiðstöðina í Mjódd á hverjum þriðjudegi frá byrjun maí og hjólum af stað kl 19:30, ýmist eftir stígum, hjólabrautum eða samnýtum rólegar hverfisgötur með öðrum farartækjum, lærum að þekkja stígakerfið, kynnumst þeim fjölmörgu hjólabrautum sem hafa verið lagðir á undanförnum árum og gert hjólreiðafólki auðveldara að fara um höfuðborgarsvæðið með öruggum hætti.
Þessar ferðir henta öllum, byrjendum, görpum og börnum niður í 10 ára í fylgd foreldra eða forráðamanna. Þá hafa yngri börn komið með á tengihjólum eða þar til gerðum barnastólum. Ferðirnar eru 10-25 km og munu taka 1 1/2 - 3 tíma. Er ekki tími til kominn að dusta rykið af reiðhjólinu sem er búið að standa allt of lengi úti í bílskúr og koma með okkur eitthvert kvöldið?
Umsjónaraðilar í sumar eru Hrönn Harðardóttir, Árni Davíðsson og Tryggvi Garðarsson
Dagskrá 2020:
05 maí 2020 |
|
12 maí 2020 |
|
19 maí 2020 |
|
26 maí 2020 |
|
02 júní 2020 |
|
09 júní 2020 |
|
16 júní 2020 |
|
23 júní 2020 |
|
30 júní 2020 |
|
07 júlí 2020 |
|
Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík.
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691
Vafrakökur og persónuvernd
Vefur unninn af Hugríki.is.