Hjólað um höfuðborgarsvæðið

Atburðaalmanak

Skoða allt árið Skoða mánuðinn Skoða viku Skoða daginn í dag Leita Velja mánuð
Hjólað um höfuðborgarsvæðið
Hjólað um höfuðborgarsvæðið

Þriðjudagskvöldferðirnar - yfir sumarmánuðina

Við hittumst við Landsbankann í Mjódd  á hverjum þriðjudegi í sumar og hjólum af stað kl 19:30, ýmist eftir stígum, hjólabrautum eða samnýtum rólegar hverfisgötur með öðrum farartækjum, lærum að þekkja stígakerfið, kynnumst þeim fjölmörgu hjólabrautum  sem hafa verið lagðir á undanförnum árum og gert hjólreiðafólki auðveldara að fara um höfuðborgarsvæðið með öruggum hætti.

Þessar ferðir henta öllum, byrjendum, görpum og börnum niður í 10 ára í fylgd foreldra eða forráðamanna.  Þá hafa yngri börn komið með á tengihjólum eða þar til gerðum barnastólum.  Ferðirnar eru 10-25 km og munu taka 1 1/2 - 3 tíma.  Er ekki tími til kominn að dusta rykið af reiðhjólinu sem er búið að standa allt of lengi úti í bílskúr og koma með okkur eitthvert kvöldið?

Umsjónaraðilar í sumar eru Hrönn Harðardóttir, Árni Davíðsson, Tryggvi Garðarsson og Steingrímur Jónsson
Dagskrá framundan:

 •     18 maí - Breiðholt skógarstígar
 •     25 maí - Heiðmörk
 •       1 júní - Kleppur/Laugarnes
 •       8 júní - Óákveðin
 •     15 júní - Geldinganes
 •     22 júní - Óákveðin
 •     29 júní - Þingholt
 •       6 júlí - Garðabær
 •     13 júlí - Kópavogur
 •     20 júlí - Rauða/Reynisvatn
 •     27 júlí - Seltjarnarnes
 •       3 ágúst - Breiðholtshverfi
 •     10 ágúst - Mosfellsbær / vöfflukaffi
 •     17 ágúst - Óákveðið
 •     24 ágúst - Álftanes, sólarlagsferð
 •     31 ágúst - Lokahóf í Klúbbhúsinu
04 maí 2021
11 maí 2021
18 maí 2021
25 maí 2021
01 júní 2021
08 júní 2021
15 júní 2021
22 júní 2021
29 júní 2021
06 júlí 2021Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691