Hjólað um höfuðborgarsvæðið

Atburðaalmanak

Skoða allt árið Skoða mánuðinn Skoða viku Skoða daginn í dag Leita Velja mánuð
Hjólað um höfuðborgarsvæðið
Hjólað um höfuðborgarsvæðið

Þriðjudagskvöldferðirnar - yfir sumarmánuðina

Við hittumst við Landsbankann í Mjódd  á hverjum þriðjudegi í sumar og hjólum af stað kl 19:30, ýmist eftir stígum, hjólabrautum eða samnýtum rólegar hverfisgötur með öðrum farartækjum, lærum að þekkja stígakerfið, kynnumst þeim fjölmörgu hjólabrautum  sem hafa verið lagðir á undanförnum árum og gert hjólreiðafólki auðveldara að fara um höfuðborgarsvæðið með öruggum hætti.

Þessar ferðir henta öllum, byrjendum, görpum og börnum niður í 10 ára í fylgd foreldra eða forráðamanna.  Þá hafa yngri börn komið með á tengihjólum eða þar til gerðum barnastólum.  Ferðirnar eru styttri og léttari til að byrja með og taka ca 1.5 tíma.  Þegar líður á sumarið lengjast ferðirnar og má þá búast við að þær taki 2-3 tíma.  Er ekki tími til kominn að dusta rykið af reiðhjólinu sem er búið að standa allt of lengi úti í bílskúr og koma með okkur eitthvert kvöldið?Dagskrá 2023:

 • 3.5          Klúbbhúsið – kaffisamsæti.
   
 • 10.5       Árbær.  Hverfið skoðað og svo farið út í Sraums-og strengjahverfið.
   
 • 17.5       Skógarstígar umhverfis Breiðholt.  Komið við í Gamla kaffihúsinu.
   
 • 24.5       Kópavogsdalur.  Leynd perla á Höfuðborgarsvæðinu.
   
 • 31.5       Laugarnes með viðkomu á Kleppi.
   
 • 7.6          Elliðaárdalur.  Rómantískir skógarstígar þræddir sem og greiðfærari stígar í dalnum fagra.
   
 • 14.6       Seljahverfi og sjampóhringurinn.  Veit einhver hvar hann er?
   
 • 21.6       Elliðavatn.  Hjólað að og í kring um.
   
 • 28.6       Þingholt, Öskjuhlíð og kannski kíkt á kaffihús.
   
 • 5.7          Garðabær.  Ábyggilega komið við í ísbúð áður en haldið er heim á leið.
   
 • 12.7       Kópavogur.  Gamli bærinn hjólaður þver og endilangur.
   
 • 19.7       Rauðavatn og Reynisvatn.
   
 • 26.7       Grafarholt.  Það má búast við einhverjum brekkum, og allar liggja þær upp í mót.
   
 • 2.8          Breiðholt.  Hjólað um Bakka, Hóla og Fellahverfin.
   
 • 9.8          Vöfflukaffi í Mosfellsbæ.  Geir er höfðingi heim að sækja og býður okkur í heitt súkkulaði.
   
 • 16.8       Miðbær – Vesturbær.
   
 • 23.8       Urriðaholt.  Nýlegt hverfi í Garðabæ.
   
 • 30.8       Klúbbhúsið.  Lokahóf og mætingameistari leystur út með gjöfurm, knúsi og kossum.
   
12 júlí 2022
19 júlí 2022
26 júlí 2022
02 ágúst 2022
09 ágúst 2022
16 ágúst 2022
23 ágúst 2022
30 ágúst 2022Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík. 

 

Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691