Klúbburinn samanstendur af breiðum hópi fólks sem hefur hjólreiðamenningu að áhugamáli, vill auka veg reiðhjólsins sem samgöngutækis og vinnur að bættri aðstöðu hjólreiðafólks til samgangna. Markmiðið er að fá sem flesta til að fara ferða sinna á hjóli og komast í náið samband við móður náttúru, takast á við hana, skilja hana og virða.

Allar betri verslanir með hjól, útivistarvörur og fleira veita félagsmönnum okkar veglega afslætti, sem eru fljótir að borga upp félagsgjaldið.

Klúbburinn er með góða aðstöðu á Sævarhöfða 31 sem hann deilir Reiðhjólabændum. Á viðburðum þar gefst kostur á að kynnast öðru fólki með svipuð áhugamál yfir kaffibolla og tala um heima og geima, eða verða sér út um upplýsingar um athyglisverðar hjólaleiðir, tæknileg málefni eða hvað eina tengt hjólreiðum. Finnið opnunartíma í dagskrá klúbbhússins hér

Öll áhöld til viðgerða eru til staðar en ætlast er til þess að fólk geri við sjálft og gangi fallega um aðstöðuna.

Einnig höfum við staðið fyrir léttum hjólaferðum um höfuðborgina á þriðjudagskvöldum frá maí og fram í september í mörg ár, ásamt ferðalögum og ýmsum viðburðum. Skoðið dagskrána til að sjá hvað er í gangi. 

Ef þú vilt hafa samband er best að senda póst eða hringja beint í stjórn félagsins en almennar fyrirspurnir má senda á netfang klúbbsins This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it..

Kennitalan er 600691-1399

Ef þú vilt styrkja klúbbinn fjárhagslega eru öll framlög vel þegin.
Aðal bankareikningur klúbbsins er 515-26-600691

Skoðanir greinahöfunda eru þeirra eigin og endurspegla ekki endilega skoðanir stjórnar, ritnefndar eða annarra félaga ÍFHK.

 

virkum eigin orku