Þó að 20. afmælisár Fjallahjólaklúbbsins hafi verið í fyrra og dagskrá
klúbbsins verið fjölbreyttari en nokkru sinni að því tilefni, er samt
útlit fyrir að það herrans ár 2010 verði enn stærra og fjölbreyttara.
Þar má nefna nokkrar ferskar nýjungar eins og matreiðslunámskeið fyrir
ferðalanga á fjöllum (fyrir göngu- og hjólreiðafólk), fyrirlestur um
næringu og nesti, ratleiki, gpsnámskeið og ýmiss konar kynningar frá
fyrirtækjum eins og ferðaskrifstofum og útivistar- og hjólabúðum. Fastir
liðir í dagskránni verða eins og fyrri ár: viðgerðanámskeiðin
eftirsóttu í þremur þrepum, teiningarnámskeið, myndakvöld, bíókvöld,
ferðaundirbúningsnámskeið o.m.fl.