Páll Guðjónsson Eftirfarandi er úrdráttur og samantekt úr athugasemdum Landssamtaka hjólreiðamanna, LHM, við drög að nýjum umferðarlögum. Andstöðu við skyldunotkun hjálma má ekki túlka sem andstöðu við notkun hjálma. LHM er alls ekki á móti notkun hlífðarhjálma, flest notum við þá, a.m.k. við vissar aðstæður. Við erum heldur ekki á móti fræðslu um hjálma. Við viljum að fólki sé frjálst að hjóla með hvern þann hlífðarbúnað sem það kýs.

 

Morten LangeÞegar bent er á hjólreiðar sem lausn í samgöngumálum koma margir með mótbárur á þá leið að ekki sé raunhæft að „allir hjóli“.  Ef hins vegar er horft til hreyfingarleysis Íslendinga og lausna í samgöngumálum má spyrja hvort þessu sé ekki einmitt öfugt farið, að ekki sé raunhæft að "allir" séu á bíl.  Yfirvöld gera samt ráð fyrir því. En lausnin er í raun aldrei einn og einfaldur, heldur samansafn af leiðum. Þetta snýst allt um áherslur.
Sérstaða hjólreiða til samgangna er að þær eru jákvæðar á svo marga vegu og leysa mörg af vandamálum samtímans.  Margt bendir einnig til þess að hjólreiðar hefðu verið miklu vinsælli til samgangna ef áherslurnar hefðu verið aðrar eins og t.d. í Danmörku og Hollandi.

Ef ætlunin er að hjóla allt árið er ekki verra að eiga þokkalegt hjól en aðalatriðið er að kunna að búa það rétt þannig að hægt sé að fara á hjólið án þess að þurfa að klæða sig sérstaklega upp fyrir það,« segir Magnús Bergsson sem hjólar allra sinna ferða, bæði sumur og vetur. »Þegar farið er allra ferða sinna hjólandi er ekki nauðsynlegt að klæða sig meira en þegar maður er akandi á bíl. Þetta eru mistök sem flestir hjólreiðamenn gera, að klæða sig alltof mikið. Um leið og menn eru farnir af stað þá hlýnar þeim enda er það yfirleitt bara rétt þegar fólk fer af stað sem því er kalt. Það skiptir aðallega máli að hlífa höfði og puttum því flestir fara tiltölulega stuttar vegalengdir, kannski um fimm kílómetra og þá þarf ekkert að klæða sig óskaplega vel fyrir það. Góð húfa gerir þannig oft meira gagn en góð úlpa.

Þróunarverkefni í Hjólafærni lauk í Álftamýrarskóla vorið 2009. Þá hafði öllum nemendum í 4.-7. bekk skólans verið boðin þátttaka, völdum nemendum úr 8. bekk og foreldrum boðið til fræðslu. Viðhorfskönnun á meðal foreldra sýndi mikla ánægju með þetta námsframboð. Nemendur unnu í litlum hópum og kynntust hjólinu sínu, stilltu hjálminn og spáðu í fatnað til hjólreiða. Í framhaldinu var farið í hjólaleiki og alls kyns þrautir áður en farið var í flæði umferðar. Unnið var með umferð á stígum og gangstéttum og að lokum var farið yfir hjólreiðar í almennri umferð á rólegum umferðargötum. Breska hugmyndin úr Bikeability var færð til íslensks umferðarsamfélags og kennd sem Hjólafærni.

Þegar ný stjórn tók við á síðasta aðalfundi var rífandi gangur hjá Íslenska fjallahjólaklúbbnum. Metfjöldi félaga og dagskráin þétt og fjölbreyttari en nokkru sinni. Sú þróun heldur áfram og nú eru klúbbmeðlimir um 800. Árið byrjaði með viðburðum í klúbbhúsinu svo sem hefðbundnum myndakvöldum, viðgerðanámskeiðum, bíókvöldum, skemmtilegum kaffihúsakvöldum að ógleymdum fyrirlestri Beth Mason sérfræðingi í hjólauppsetningu (á ensku: bike fit). Ferðir hafa verið margar og mjög skemmtilegar.

Er þversögn í því að öryggi hjólreiðamanns sé best borgið á götunni? Hvað með gangstéttina? Þar er enginn á bíl – verða þá nokkur slys þar? Hvenær stuðar bíll hjól? Hvenær stýrir ökumaður ökutæki sínu á hjólreiðamann á reiðhjóli? Algengustu tilvikin eru þar sem hjól þvera veginn. Enginn fyrirvari – jafnvel skert útsýni. Búmm!

Eigum við þá að leggja hjólunum í geymsluna, skutla börnunum í skólann og skjótast á bílnum í sjoppuna en hjóla svo á góðviðrisdögum í Nauthólsvíkina og njóta þess að anda þá að okkur fersku lofti á ferð um borgina? Af hverju ekki að læra rétta staðsetningu reiðhjólsins á götunni og gera hjólið að samgöngutæki númer eitt á heimilinu?

Í haust voru málaðir svo kallaðir hjólavísar á nokkrar götur í Reykjavík. Það var á Suðurgötu sunnan Hringbrautar og Einarsnes í póstnúmeri 107 og Langholtsveg og Laugarásveg í póstnúmeri 104.

Hvað eru hjólavísar?

Á ensku heita hjólavísar »Bike-and-chevron«. Þeir hafa verið notaðir víða um heim. T.d. í San Francisco og fleiri borgum í BNA, París í Frakklandi, Brisbane í Ástralíu, Zürich í Sviss og Buenos Aires í Argentínu. Hjólavísar eiga að gefa bæði hjólreiðamönnum og ökumönnum skýr skilaboð um að hjólreiðamenn eigi þarna rétt og það beri að taka tillit til þeirra.

Bannað að reiðaÞessi mynd sýnir hvar faðir reiðir dóttir sína milli staða í Amsterdam og ekki annað að sjá en vel fari á með þeim. Þetta er ólöglegt á Íslandi. Líklega var lagt bann við þessu af einhverjum sem töldu þetta hættulegt háttarlag en hvað höfðu þeir fyrir sér? Nú eru fleiri bönn við heilbrigðum hjólreiðum í farvatninu en jafnframt er unnið að endurskoðun laganna í heild sinni. 

Hjólavísir Megnið af gatnakerfinu hentar afar vel hjólreiðafólki og gatan er öruggasti og greiðfærasti staðurinn. 30 kílómetra hverfin eru þar líklega fremst í flokki. Flestar tengibrautir henta líka og þar sem eru tvær samhliða akreinar er lítið mál fyrir bíla að taka framúr. Ef gatan er með þrengingum þannig að ekki er hægt að fara með öruggum hætti fram úr hjólreiðamanni á hjólreiðamaðurinn ekki að leyfa framúrakstur heldur á hann að taka alla akreinina. Eins þarf hann að vera í öruggri fjarlægð frá kyrrstæðum bifreiðum svo hann verði ekki fyrir hurð sem opnast óvænt. Þar sem hjólavísar hafa verið settir á Suðurgötu, Einarsnes, Langholtsveg og Laugarásveg eru þeir staðsettir eftir þessum reglum og marka öruggustu leiðina fyrir hjólreiðafólk ásamt því að minna bílstjóra á að þeir deili götunum með annars konar en jafn réttháum ökutækjum.

 

Hjólafærni Hjólafærni miðar að því að auka öryggi hjólreiðamanna í umferðinni og var fyrst kynnt á Íslandi á samgönguviku árið 2007. Í framhaldi af því hefur hópur áhugamanna um hjólreiðar unnið að því að koma Hjólafærni af stað á Íslandi, bæði með kynningum og námskeiðum. Hjólafærni er upprunnin í Bretlandi og hefur notið feikilegra vinsælda þar í landi. John Franklin hefur verið talsmaður Hjólafærni í Bretlandi og kom til Íslands til að kynna verkefnið. Hjólafærni er heildstæð stefna í menntun hjólreiðafólks þar sem hjólað er undir leiðsögn viðurkennds hjólakennara. Hjólreiðaþjálfunin skiptist í þrjú stig eftir aldri, getu og reynslu.

Hjólavísar Reykjavíkurborg og Landsamtök hjólreiðamanna hafa undanfarið verið að vinna saman að betrumbótum á sam­göngukerfi hjólreiðamanna í Reykjavík. Ferlið hefur gengið misvel en þó hefur náðst betri árangur nú síðustu misseri en oft áður.

Nýjasta útspilið eru hjólavísar (e.chevrons) sem lagðir hafa verið eftir Einarsnesi í Skerjafirði og eftir Suðurgötu. Skv. bloggi Gísla Marteins eru þessar merkingar fyrst og fremst hugsaðar til að beina hjólandi umferð frá Ægisíðustígnum og upp að háskólanum. Þessi aðferð er víða notuð m.a. í Kanada þar sem ákveðnar götur eru gerðar að hjólavænum götum og reynt að beina sem mestri umferð inn á þær, þannig verða hjólreiðamenn áberandi á þeim götum og minni líkur á slysum af völdum ónærgætinna bílstjóra.

2008 var sérlega gott ár fyrir Íslenska fjallahjólaklúbbinn sem telur nú metfjölda félaga. Klúbburinn stóð fyrir mjög blómlegu félagslífi; fjölbreyttum ferðum; skemmri og lengri ferðum innanlands og erlendis. Viðburðir í klúbbhúsinu voru líka fjölmargir og fjölbreyttir; myndakvöld, viðgerða-, ferðaundirbúnings-, teininga-, og vetrarbúnaðarnámskeið, konukvöld, kaffihúsakvöld og margt fleira. Hápunktur starfsemi ÍFHK '08 var samt án efa "Stóra Berlínarferðin" en 16 manna hópur hjólaði á 8 dögum frá Kaupmannahöfn til Berlínar og þriggja daga hjólaferðin um bakka Þjórsár.

hjólavísarFjallahjólaklúbburinn og Landssamtök hjólreiðamanna hafa beitt sér fyrir því að hjólavísar yrðu málaðir á nokkrar götur til að auka þægindi og öryggi hjólreiðamanna í umferðinni og nú eru þeir komnir á Suðurgötu sunnan Hringbrautar og á Einarsnes. Við fögnum þeim ákaflega og vonum að þeim verði vel tekið.

Fyrir neðan eru tillögur og greinargerð sem LHM lagði fram á fundi með nefnd um heildar endurskoðun umferðarlaganna. Fyrsti undirbúningsfundurinn var haldinn um haustið 2007, síðan fóru ýmsar tillögur á milli á póstlista stjórnarinnar og að lokum var fundað um þetta í stjórninni og var samstaða um efnisatriði allra lagabreytingatillagnanna. Páll Guðjónsson skrifaði síðan inngangstextann.

 

Horft út um bílrúðuÉg tók bílpróf 17 ára gamall árið 1975.  Eftir það snerti ég ekki reiðhjól fyrr en ég keypti mér eitt slíkt árið 1986.  Í þessi 11 ár keyrði ég bara og keyrði.   Síðan hef ég verið nokkuð duglegur við að hjóla.  Í þau 22 ár sem liðin eru síðan ég uppgötvaði hjólið í annað sinn, hef ég ávallt haft bæði bíl og reiðhjól til umráða og hef nokkuð góðan samanburð á þessum gripum sem samgöngutækjum.  Ég hef búið í Reykjavíkurborg, í litlu sveitaþorpi úti á landi og ný bý ég á sveitabæ.  Reynsla mín er því töluverð!

DofriGóð tilfinning er titillinn á þessari færslu Dofra Hermannssonar á blogginu. Hann hefur verið duglegur að hjóla eins og lesa má og því bætum við honum á listann okkar yfir bloggsíður þar sem bloggað er um hjólamálefni ásamt öðru sem vert er að fylgjast með.

morgunbladidÞetta er yfirskriftin á ýtarlegri umfjöllun í Morgunblaðinu 1. júní 2008. Þar er farið yfir stöðu hjólreiða hér á landi, stígar þræddir um höfuðborgarsvæðið og rýnt fram á veginn. Greinin er eftir Pétur Blöndal og er hin athyglisverðasta lesning fyrir hjólafólk. PG.

Reykjanesbraut úr Turninum Í dag var afar góð úttekt í Morgunblaðinu um hjólreiðastígana sem enn vantar meðfram stóru stofnæðunum, þrátt fyrir það að bæði ríkisvald og sveitarstjórnir hvetji almenning til hjólreiða og almennrar hreifingar. Við látum allan pistilinn fylgja. Páll Guðjónsson

 

Ekki þarf oft að fara um göngustíga Reykjavikur, eða annarra sveitarfélaga, til að komast að því að þar ríkja fremur tilviljanakenndar umferðarreglur. Erfitt er að framfylgja hefðbundnum umferðarreglum. Þar eru margs konar vegfarendur sem fara um á mjög mismunandi hraða:  Hundar, lausir og í bandi, göngufólk, hlauparar, skokkarar, börn, eldri borgarar, fólk með barnavagna, á línuskautum og á reiðhjólum. 

Eyrún og Fjölnir kynna vetrarhjólreiðar við PerlunaÞað var í fyrra vor sem hann Fjölnir vinur minn fór að hvetja mig í því að hjóla í vinnuna. Ég hélt hann væri galinn. Jú jú,ég átti fínt ca 10 ára gamalt, ónotað hjól í geymslunni, en að hjóla og það alla leiðina í vinnuna, það var óhugsandi.