Veist þú hvernig tilfinning það er að hjóla kasólétt þegar framendi hnakksins stingst í magann? Hefur þú hjólað með lærin 45 gráður út í loftið? Eða horft á púlsmælinn sýna afslöppuð 120 slög á mínútu þegar þú stendur á öndinni eins og áttræður astmasjúklingur að bera hjólið upp úr kjallaranum? Þetta eru bara nokkur atriði sem þú myndir venjast ef þú, eins og ég, heldur áfram að hjóla löngu eftir að aðrar óléttar konur eru hættar að fara í gönguferðir.