Ágæti lesandi,
Hvað er svona frábært við það að þeysast út um allt í sokkabuxum og með einangrunarplast á hausnum ?
Þessa spurningu fékk ég á mig þar sem ég sat fyrir utan Hótel Selfoss og hámaði í mig orkubita, þetta var nú bara ansi góð spurning, ég "fullorðinn" maðurinn á reiðhjóli útí sveit klæddur einsog maðurinn sagði, en svarið er jú bara að þetta er einsog einhverstaðar stendur, alveg einstök tilfinning.