Margir ráku upp stór augu hérna um árið þegar tveir lögreglumenn Júlíus Óli og Björn Gíslason birtust einn sumardaginn 1994 á reiðhjólum í miðborg Reykjavíkur í lögreglubúning, með hvíta reiðhjólahjálma og hliðartöskur á hjólunum sem í voru nauðsynlegur búnaður til starfans.

Mikilvægi þess að við getum séð fyrir okkur hvernig við viljum lifa okkar lífi í framtíðinni er mikið í ljósi þeirra öru breytinga sem við búum við nú á þröskuldi 21. aldarinnar. Þegar hugsað er um framtíðina þá er hentugt að notast við það sem hugsuðir hafa skýrt "Utopiu" eða fyrirmyndarsamfélagið. Ganga sumir svo langt að segja að án "Utopiu" þá verði hið mannlega og lífvænlega undir í baráttunni við innantóma tæknidýrkun í nafni framfara [Paul Goodman, anarkisti og rithöfundur].

Veist þú hvernig tilfinning það er að hjóla kasólétt þegar framendi hnakksins stingst í magann? Hefur þú hjólað með lærin 45 gráður út í loftið? Eða horft á púlsmælinn sýna afslöppuð 120 slög á mínútu þegar þú stendur á öndinni eins og áttræður astmasjúklingur að bera hjólið upp úr kjallaranum? Þetta eru bara nokkur atriði sem þú myndir venjast ef þú, eins og ég, heldur áfram að hjóla löngu eftir að aðrar óléttar konur eru hættar að fara í gönguferðir.

Svona umferðarþing eins og var haldið 9. og 10. maí 1996 eiga sér ekki langa sögu en þau eru haldin þriðja hvert ár. Hingað til hefur þetta verið samkoma ýmissa aðila er tilheyra eða tengjast að einhverju leiti bílanotkun, bílaumferð og eða allri vélknúinni umferð. Það varð þó breyting á að þessu sinni því hjólreiðafólk fékk veður af þessu þingi í tíma og með tilkomu Landssamtaka hjólreiðamanna þótti tilvalið að koma með sjónarhorn þeirra í ræðupúlt. Var því Guðbjörg Halldórsdóttir fengin sem frummælandi frá Landssamtökunum. Frá Fjallahjólaklúbbnum mættu Magnús Bergsson og Haraldur Tryggvason.

"Umhverfismengun er alheimsvandamál sem lætur engan ósnortinn. Við vitum að gróðurhúsaáhrifin eru staðreynd en ekki hugarórar umhverfisspámanna um endalok jarðar. Barátta mannsins gegn eigin mengun er hafin. Hér á landi erum við farin að verða vör við mengunina og hver og einn hlýtur að spyrja sig: Hvað er hægt að leggja af mörkum til að draga úr þeirri ógn sem mengun er í lífríki jarðar."

Gleðilegt ár gott fólk!
Það má með sanni segja að það sem af er þessu ári hafi verið okkur hjólafólki í vil. Færðin öll með liprasta móti þó að örlitla snjóföl hafi fest á götum fyrir nokkru, stóð það stutt yfir. Á tíðum hefur verið hálfgerð hitamolla, þá er bara að fækka fötum. skella sér í sumarskónna og hækka í útvarpinu svo maður heyri ekki eins hvininn í nagladekkjunum þegar þau snúast um auðar götur borgarinnar. Bitnar þetta ástand á beim sem vilja snjóinn til að geta stundað vetrarsportin. en það er nú yfirleitt ekki á allt kosið í þessum efnum frekar en öðrum og sjaldan hef ég nú vitað alla ánægða með sitt hlutskipti. Þó er nú svo að í fjöllunum hefur fest þó nokkurn snjó þannig að hægt er að stunda skíða og snjóbrettaiðkun sem er feyki gott sport með hjólaíþróttinni.

Framkvæmdir í Reykjavík

Eitthvað vafðist fyrir mér hvernig stóð á því að ríkið borgaði nýju göngu og hjólabrúna yfir Kringlumýrarbraut þegar síðasti Hjólhestur var ritaður en Ingibjörg Sólrún útskýrði það í grein til Morgunblaðsins 22.des 1995. „Vegagerð ríkissins og Alþingi hafa fallist á þann skilning að göngubrýr yfir og undirgöng undir stofnbrautir eigi rétt á framlögum af vegaáætlun ríkisins rétt eins og önnur mikilvæg samgöngumannvirki.

Einu sinni var ung stúlka er Rauðhjálma hét. Hún átti ýturfagran Bell hjálm með skyggni, rauðan á litin. Einu sinni bað mamma hennar hana að fara með mat til ömmu sinnar og hlúa að henni, en amma hennar bjó á tjaldsvæði í skóginum

Veðurstofa Íslands varaði við hættu vegna sjávargangs frá Reykjarnesi allt vestur á Vestfirði þann 21. febrúar síðastliðinn (1996). Þrátt fyrir að betur hafi farið en á horfðist þá brotnaði sjóvarnargarður í Reykjavík, þó nokkrar skemmdir urðu á bryggju og hafnargarði Reykhólahafnar og sjór flæddi yfir veginn í Gilsfjarðarbotni á þriggja kílómetra kafla og skemmdist vegurinn eitthvað enda mun sjódýptin á veginum hafa verið um einn metri.

Nú er liðið enn eitt gæfuríkt sumar fyrir hjólafólk. Aldrei hefur sést annar eins fjöldi manns hjólandi um götur borgarinnar og þetta sumar og ekki var það til að draga úr áhuganum þegar borgin tók sig til og byrjaði að rífa niður helstu farartálmana við Miklubraut, Suðurlandsbraut og víðar. Endapunkturinn i ár verður svo þegar nýja göngu- og hjólabrúin yfir Kringlumýrarbraut verður opnuð, sem verður vonandi um svipað leyti og þetta blað kemur út. Þá opnast mjög skemmtileg leið sem gerir manni kleift að hjóla vestan af Ægissíðu og allt upp í Breiðholt eða Árbæ án þess að þurfa að kljást við bílaumferðina eða þau óhreinindi sem henni fylgir.

Það má segja að á þessu ári höfum við hjólreiðamenn horft á byltingu í samgöngumálum okkar þar sem vaskar sveitir manna frá bænum hafa farið um margar af helstu leiðum okkar, brotið þar kanta og fjarlægt steypueyjar af gatnamótum sem gerðu ekkert annað en að hindra umferð fólks. Í staðinn komu fallegar hellulagnir og góðir flágar. Fyrir vikið hrökklast færri út í stórhættulegt bílahafið á götunum eftir að hafa gefist upp á hindrunarstökki yfir farartálma sem ómældum upphæðum hefur verið sóað í uppbyggingu á.