Í samfélagi þar sem stjórnvöld telja að ekkert séu samgöngur nema þær séu vélknúnar og þar sem óheft bílaumferð skiptir meira máli en umferðaröryggi er mikil þörf á breytingum. Þetta á svo sannarlega við um íslenskan ískaldan veruleika. Því er sannarlega hægt að fagna þegar einhver á Alþingi Íslendinga er tilbúinn til að bæta þetta hörmungarástand samgöngumála. Frá því um miðjan nóvember 2003 hefur beðið fyrstu umræðu á Alþingi ákaflega þörf og tímabær þingsályktunartillaga sem snertir hjólreiðar. Kolbrún Halldórsdóttir er frummælandi en þingmenn allra flokka standa að tillögunni. "Þar ályktar Alþingi að fela ríkisstjórninni að skipa nefnd með fulltrúum samgönguráðuneytis, umhverfisráðuneytis, Vegagerðarinnar, Umferðarstofu, samtaka sveitarfélaga og samtaka hjólreiðafólks. Hlutverk nefndarinnar verður að undirbúa áætlun og lagabreytingar sem gera ráð fyrir hjólreiðum sem viðurkenndum og fullgildum kosti í samgöngumálum.