ÍFHK og LHM sendu Skipulagsstofnun formlegar athugasemdir vegna fyrirhugaðra gatnamóta við mislæg gatnamót Víkurvegar og Vesturlandavegar. Þar segir meðal annars:

Við hönnun göngu- og hjólreiðastíga þarf að forðast óþarfa hlykki og krappar beygjur. Miða þarf við að stígurinn liggi skemmstu leið milli staða. Lyfta þarf stígnum upp frá umhverfi sínu svo ekki liggi og renni á honum yfirborðsvatn eða safnist þar fyrir klaki. Koma þarf fyrir ræsum við stíginn þar sem hætta er á að vatn safnist saman. Undirlag þarf að vera frostþolið og á stígnum bundið slitlag. Breidd stígsins þarf að vera 4 metrar, líka á brúm og í undirgöngum.

Lesið allt bréfið og skoðið kort af gatnamótunum:

Mikið hefur verið fjallað um breikkun Reykjanesbrautar og þar hefur komið fram það sjónarmið samgönguráðherra að banna jafnvel hjólreiðar á brautinni. Flestir eru sammála um að ekki sé hægt að hjóla í allri þeirri miklu og hröðu umferð sem líklega verður á Reykjanesbrautinni. Í hvassviðri er mjög erfitt að hjóla þegar rútur og aðrir stórir bílar þjóta fram hjá, rétt við hlið hjólreiðamannsins...

Lesið allan pistil Öldu Jóns sem birtist í MBL 26/5/2001 hér:

Um landið og borgina hafa verið lagðir vegir þar sem öll umferð landsmanna á að fara um. Víða eru síðan gangstéttir og stígar fyrir gangandi þar sem hjólreiðafólk má fara um sem gestir, að því tilskyldu að þeir trufli ekki umferð gangandi.  Umferðin á götum borgarinnar getur verið hættuleg og illa er búið að umferð hjólandi þar sem götur eru oft þröngar og hraði mikill.  Þar til  hjólabrautir hafa verið lagðar verða ökumenn samt að deila götunum með hjólreiðafólki.

Það virðist stundum skorta skilning á þessu og stundum þar sem síst skildi eins og t.d. hjá Lögreglunni í Reykjavík eins og skjalfest er og lesa má um hér.  Þetta er saga Sigurðar M. Grétarssonar sem var á heimleið dag einn, úr vinnu sinni þegar hann var stöðvaður af lögreglunni og síðar sent sektarboð fyrir það að hjóla á götunni og neita að hlýða tilmælum lögreglu um að fara af götunni.  Vegfarendur eiga að hlýða tilmælum lögreglu í umferðinni en lögreglan verður líka að hafa gildar ástæður þegar hún gefur tilmæli til fólks um að breyta út frá umferðarlögum. Svo var ekki í þetta skipti sem sannast af því að þetta mál var látið niður falla eftir að Sigurður fundaði hjá lögreglustjóraembættinu með tveim fulltrúum frá Íslenska Fjallahjólaklúbbnum sér til aðstoðar.

Lesið alla söguna. PG

Hjólreiðamenn hafa lengi barist fyrir aukinni og bættri aðstöðu hvort sem er til útivistariðkunar eða til samgangna. Rök eða skýring yfirvalda á því að ekkert eða lítið sé gert, er oftar en ekki að það hjóli svo fáir á Íslandi og þá helst bara útlendingar. Landssamtök hjólreiðamanna (LHM) ákváðu að gera lauslega athugun á því hversu margir hjóli í raun og veru með því að telja hjólreiðamenn annars vegar á nokkrum gatnamótum milli klukkan 7 og 9 að morgni og hins vegar á einum gatnamótum yfir heilan dag. Stefnt er að því að halda þessari athugun áfram svo nákvæmara mat fáist.

   Félagslíkaminn er nú á hröðu vaxtaskeiði unglingssins og má segja að þar springi margt út. Félögum fjölgar, ferðir blómstra, viðgerðaraðstaðan með öllum góðu verkfærunum laðar að sér félagsmenn til umhirðu hjólanna. Nýstækkuð setustofan býður sífellt fleiri velkomna í hlýlegan faðm sinn með umræðum, kaffisopa, myndum, myndböndum, frásögnum, leiðbeiningum, blöðum og skipulagi lífs og ferða.

Íslandsvinurinn góði Ulf Hoffmann  sendi okkur grein sem hann skrifaði og birtist í nýjasta hefti RadZeit þar sem fjallað er um klúbbinn, landið og manninn sem er jafn frægur og Björk, Magnús Bergsson.  Einnig kemur hjólaferð Mick Jagger á Ísafirði við sögu og fl.