Nýlega fengum við ábendingu um að það sé ekki rétt að segja "nýtt á nafinu" eins og gert hefur verið í fréttabréfi klúbbsins í mörg ár og hér á heimasíðunni frá upphafi, eða að tala um naf yfir höfuð.  Ekki vildi ég nú trúa því í fyrstu en við nánari eftirgrenslan var þetta staðfest af faðir Magnúsar Bergssonar sem ku vera með fróðari mönnum í íslensku málfari. Hann skrifaði:

0303-pistill-200.gifÞá er enn eitt sumarið liðið og mun það skilja eftir sig minningu um einstaka veðurblíðu, og því gott tækifæri fyrir landsmenn að breyta til betri vegar og nota annað farartæki en einkabílinn.

Rétt eftir Verslunnarmannahelgina nánar tiltekið fimmtudaginn 5. ágúst var haldinn stofnfundur norðurlandsdeildar ÍFHK í Kompaníinu og mætti þar fólk af báðum kynum og á öllum aldri. Var þetta ekki heðbundinn fundur heldur frekar umræðufundur og reyndi ég að miðla af reynslu okkar sunnanfólks og segja aðeins frá starfseminni í Reykjavík og einnig frá félaginu sem er 10 ára á þessu ári. Norðanfólk hafði frá ýmsu skemmtilegu að segja og komu upp margar hugmyndir bæði varðandi félagsstarfið og ferðir sem hægt væri að fara.

Í upphafi kjörtímabils R-listans sem nú er að líða, batt hjólreiðafólk vonir um að eitthvað nýtt myndi gerast í málefnum hjólreiðamanna. Mörg undanfarin ár hafði lítið sem ekkert verið gert í þessum efnum og leit svo út að í huga embættismanna væri fyrirbærið “reiðhjól” vart af þessum heimi eða þá helst bara leiktæki fyrir börn.

Miðvikudaginn 18. febrúar 1998 fór ég í útréttingabæjarferð eftir hádegið. Fyrir hádegið var ég á lesstofu Árnagarðs að lesa „Okkur“ eftir Zamyatin. Þeirri bók er skipt í fjörutíu kafla sem söguhöfundurinn kallar skýrslur eða færslur. Það er vegna áhrifa frá henni sem ég skipti þessum pistli í færslur.

Eftirfarandi er umfjöllun MBR um heimsókn blaðamanns MBR til Íslands og heimsókn hans til ÍFHK:

THE ICEMEN COMETH

And you think we have it cold. mbr made a flying visit to Reykjavik, home of Magnus Magnusson, Brennivin and the Vikings - not the big beardy blokes with horny helmets but the Icelandic Mountain Bike Club