0501-forsida2-500.png Það var mikill kraftur í ritnefnd Hjólhestsins í ársbyrjun 1996 sem í febrúar það ár gaf út stærsta blaðið fram til þess eða 32 bls. Efnið var sérlega fjölbreitt og meðal annars minnst á þörfina á betri snjóruðning, fleiri hjólastígum og hneykslast á kaupmönnum við Laugaveg sem vildu banna hjólreiðar eftir gangstéttum þar.

Já þetta hljómar sumt eins og rispuð plata því nú 16 árum seinna er enn hjakkað í sömu förunum á mörgum sviðum en þó eru yngri ráðamenn farnir að þoka málum í rétta átt þó reynslan verði að sýna hversu miklu þau koma í verk. Amk. eru enn ekki komnir aðskildir hjólastígar meðfram helstu umferðaræðum höfuðborgarsvæðisins né eru áform um að gefa hjólreiðamönnum sambærilegan rétt á stígum með blandaðri umferð og þeir hafa á akbrautum í drögum að nýjum umferðarlögum.

Leiðarinn - feb. 1996

Leiðarann skrifaði Guðbjörg Halldórsdóttir og fjallaði meðal annars um göngubrúnna yfir Kringlumýrarbraut í Fossvogsdal sem þá var ný og reynslu sína af strætó eftir að hún varð að leggja hjólinu tímabundið. Það er óbreytt að það þarf enn að eiga akkúrat rétt klink í strætó í dag. Um blaðið sagði hún:

Nú er að líta dagsins ljós fyrsta tölublað Hjólhestsins þetta árið, og það annað sem ritnefnd þessi stýrir. Erum við nokkuð ánægð með þær viðtökur sem síðasta blað hlaut, var það mál manna að það hafi verið þétt og gott og vonumst við til, og ætlum að gera okkar besta til að þetta verði ekki síðra. Það er ætlun okkar að reyna að hafa efni blaðsins sem fjölbreyttast svo sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi, verður um að ræða þýtt og endursagt efni með ferðasögum og ýmsum ævintýrum, gríni og glensi í bland.
Leiðarinn - feb. 1996  

Nýtt á nafinu - feb. 1996

Nýtt á nafinu var samsafn smáfrétta og pistla. M.a. var vitnað í viðtal við Ingibjörgu Sólrúnu borgarstjóra sem spáði breyttum lífstíl borgarbúa með tilkomu göngubrúarinnar yfir Kringlumýrarbraut. Fjallað var um dóm hæstaréttar sem fannst óþarfi að borgin merkti vegaframkvæmdir, sem kannski skýrir lélegar merkingar enn þann dag í dag. Þá var minnst á jákvæðar og neikvæðar framkvæmdir, m.a. væntanlegar úrbætur á hjólaleiðum í Grafarvog. Framkvæmdin á þeim úrbótum klúðruðust reyndar svo að fjallað var um næstu árin. Einnig var fjallað um það hvernig það kom til að bannað er að hjóla á gangstéttunum við Laugaveg enn þann dag í dag.
Nýtt á nafinu - feb. 1996

Hjólaferð í janúar

„Hvað,.ert þú enn að hjóla i þessu veðri. Um miðjan vetur?“ „Já já. Það er ekkert að þessu veðri. Ég fór meira að segja í útilegu um síðustu helgi.“ „Nei. heyrðu. Þetta eru nú öfgar. Að ferðast á hjóli í janúar. Varstu ekki alveg að drepast úr kulda? Voruð þið ekki alltaf að fljúga á hausinn? Ekki tjaldaðir þú líka?“
Hjólaferð í janúar

Reiðhjólið á Íslandi í 100 ár

„Saga reiðhjólsins á Íslandi á bilinu 1890-1993 með stuttu erlendu baksviði“ var titill BA ritgerðar sem Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifaði. Í þessum Hjólhest og þeim næsta voru birtir úrdrættir en þegar ÍFHK opnaði heimasíðu fengum við að birta alla ritgerðina og má lesa hana hér: http://fjallahjolaklubburinn.is/content/view/116/111/

Í þessum Hjólhest var fjallað um breytingar á umferðarlögunum sem aftur eru á dagskrá í dag og hjólreiðamenn hafa enn fjöldamargar athugasemdir við drög að þeim enda samráðið í algjörri mýflugumynd.
 
„Talsverðar umræður spunnust upp úr fyrirhuguðum breytingum á umferðarlögunum í byrjun níunda áratugarins. Í lesendadálkum dagblaðanna komu fram skiptar skoðanir. Var deilt um réttmæti þess að hjóla á gangstígunum sem nú átti að fara gera að lögum. Þeir sem deildu voru gangandi og hjólandi vegfarendur. Ekkert heyrðist frá bílstjórum. Í Velvakanda Morgunblaðsins þann 1 maí 1981 ver Jórunn Ólafsdóttir frá Sörlastöðum rétt gangandi vegfarenda með oddi og egg.“

„Ég spyr og áreiðanlega margir fleiri: Er réttur gangandi vegfarenda enginn? Ég er svo undrandi á að ekki skuli hafa risið sterk mótmælaalda gegn þessari ráðstöfun. Það er vissulega rétt að hjólreiðafólk er í allverulegri slysahættu úti á akbrautunum og eru dapurleg dæmi um það. En erum við nokkru bættari með að fá slysin upp á gangstéttirnar.“

Undirritaður kom með þessa athugasemd við úrdráttinn 1996:

„Það er fróðlegt að skoða söguna því það vill gleymast að það eru aðeins 15 ár síðan hjólreiðafólki var bannað með lögum að forða sér úr verstu umferðinni upp á gangstéttir. Þá þótti sjálfsagt að hjóla um Miklubraut og Breiðholtsbraut sem enginn heilvita hjólreiðarmaður hættir sér út á í dag enda var fátt um aðra valkosti þá.“

Árin eru orðin 29, kílómetra hjólastíga má telja á fingrunum og ekkert hefur verið tekið á réttindamálum hjólandi á stígum með blandaðri umferð.

Saga reiðhjólsins á Íslandi á bilinu 1890-1993 með stuttu erlendu baksvið 

Greinarnar fyrir ofan úr þessum Hjólhest hafa ekki áður birst á vef klúbbsins en greinarnar hér fyrir neðan hafa lengi verið aðgegilegar á vefnum.

Gróðurhúsaáhrifin og breitt veðurfar

Því miður megum við búast við mikilli aukningu afbrigðilegs veðurfars í náinni framtíð. Sú kynslóð sem fæðist nú, á eftir að upplifa, á sínu æviskeiði, afleiðingar þess þegar yfirborð sjávar hækkar um allt að 90cm vegna gróðurhúsaáfhrifa þeirrar mengunar sem foreldrar eru að dæla út í andrúmsloftið þessa stundina samkvæmt nýrri frétt í Newsweek 22. jan. 1996.
Gróðurhúsaáhrifin og breitt veðurfar

 

Túristarnir koma - og fara

Þjóðverjar eru afar hrifnir af reglugerðum, tölum, smáatriðum, sauerkraut, norrænum fornsögum, draugasögum, Bratwurst, súluritum, þjónustu og öllu sem þeir geta grætt á, þannig að ef það er hægt að sameina þetta í eina heild, (sem verður þó að vera það loðin að auðvelt verði að snúa sig út úr hinu óvænta) þá ættu þeir að verða ánægðir. Ánægðir ferðalangar geta gert ferðaiðnaðinum gott og þeirra auglýsingar kosta ekkert.

Það er hreint ekki gott að segja til um hvað gerist á næstu árum. Samkvæmt nýjustu fréttum á að eyðileggja hálendið með risahótelum, bílaumferð og raflínum. Kjölur er orðinn lítt fýsilegur kostur eftir að allar ár voru brúaðar og ekki eiga fyrirhugaðar framkvæmdir á Hveravöllum eftir að gera staðinn betri fyrir þá sem eru að leita eftir ósnortinni náttúru. Sama máli gegnir um eystri hluta hálendisins þar sem Landsvirkjun ætlar að demba niður háspennulínum, ávetuskurðum, og uppistöðulóni þar sem náttúran og auðnin eiga að njóta sín.

Túristarnir koma - og fara

Hjólað umhverfis jörðina - Indland

Eftir að hafa selt húsið og bílinn lögðu Larry og Barbara Savage af stað hjólandi í ferðalag umhverfis jörðina. Þau hjóluðu um 37.000km gegnum 25 lönd á tveim árum. Barbara skrifaði einstaklega skemmtilega bók um ævintýrin. Hér er þýðing á kynnum þeirra af mannætu öpum í Indlandi.
Hjólað umhverfis jörðina - Indland

Viltu skipta á sléttu… eða fá borgað með?

Á veturna er miðstöðin alltaf í gangi á hjólinu mínu og alltaf hlýtt í mínum Gore-tex jakka, meðan þeir sem ferðast í einkabílum þurfa gjarnan að skrapa glugga og sópa snjó og bíða svo skjálfandi af kulda í 5-10 mínútur eftir að bíllinn hitni nóg til að losna við móðu af gluggum og mæta svo með kuldahroll í vinnuna. Hálkan er ekki mikið mál á hjólinu eftir að maður er kominn með nagladekk sem kosta svipað og mánaðarkort í heilsurækt.

En þó að maður losi sig ekki við bílinn má spara stórar upphæðir bara á því að nota hann minna. Prófa til dæmis að hjóla reglulega til vinnu eða þegar skroppið er í kaffi til vina. Bíla má nefnilega hvíla, spara pening og bæta heilsuna, allt í einu. Jafnvel leggja honum að mestu yfir sumartímann.

Viltu skipta á sléttu… eða fá borgað með?


Ævintýrið um Rauðhjálmu

Einu sinni var ung stúlka er Rauðhjálma hét. Hún átti ýturfagran Bell hjálm með skyggni, rauðan á litin. Einu sinni bað mamma hennar hana að fara með mat til ömmu sinnar og hlúa að henni, en amma hennar bjó á tjaldsvæði í skóginum

Rauðhjálma vatt sér í hjólabuxurnar sínar, Gore-Tex jakkann, setti upp Bell hjálminn rauða og fyllti töskurnar af mat, en viti menn töskurnar voru rauðar Ortlieb. Hún setti töskurnar á rauða hjólið sitt og ætlaði að fara að leggja af stað þegar mamma hennar kallaði á hana og sagði að hún yrði að fara eftir hjólastígnum til að villast ekki í skóginum og hleypa úr dekkjunum ef stígurinn væri blautur. Rauðhjálma jánkaði því og hélt af stað.

Ævintýrið um Rauðhjálmu

Veldu rétta stell stærð og stilltu hjólið að þér

Eitt það mikilvægasta við val á nýju hjóli er að velja rétta stærð af stelli fyrir þinn líkama. Þér þætti ekkert varið í 150.000kr hjól með höggdeyfum og öllu ef það passaði ekki líkama þínum. Það er nefnilega ekkert gott að sitja kengboginn yfir of litlu hjóli eða teygður á of stóru hjóli. Það getur valdið ýmiskonar eymslum í baki, hnjám og höndum og er ástæða þess að mörg hjól safna ryki inni í bílskúr.
Veldu rétta stell stærð og stilltu hjólið að þér


Páll Guðjónsson.

[issuu width=550 height=382 printButtonEnabled=false backgroundColor=%23222222 documentId=120126123845-4d25a040be474d97881287fba030873a name=0501 username=fjallahjolaklubburinn tag=cycling unit=px id=794b0f78-69f3-5ee0-8281-76f641955887 v=2]