Er nauðsynlegt að eiga bíl? Okkur er að minnsta kosti sagt það í sjónvarpsauglýsingum, dagblöðum og tímaritum. Stöðugur straumur áróðurs fyrir bílum og bílakaupum dynja á heimilunum. "Ekkert út", "Öryggi fyrir börnin", "Frelsi". Við sjáum hamingjusamar fjölskyldur fara í endalausa bílferðir. Enginn spyr hvernig börnunum líður, reimuð niður í ofurþægilegu sætin, umkringd  loftpúðum og rafmagn í öllu. Heilaþvotturinn er algjör og sá sem vogar sér að benda á það er talinn undarlegur. Bíllinn er stöðutákn, það er ekki hægt að sýna sig á druslu hvað þá bíllaus!

Danske_ojeblikke.JPG    Þegar maður lítur í kringum sig á götum borgarinnar kemur sú spurning í hugann hvort allir þurfa að vera á einkabíl? Algengt svar mun vera að menn eru að flýta sér og hafa ekki tíma til að ganga, hjóla eða fara með strætó. En sparar bíllinn tíma í raun? Það verður jú að vinna fyrir peningunum sem þarf til að reka bílinn og það fer tími í það að vinna fyrir þessum peningum.

   Við getum tekið dæmi þar sem maður fer á hjóli í vinnu sína, fimm daga vikunnar, allt árið um kring. Hann hjólar 10 kílómetra fram og til baka og tekur það hann alls einn klukkutíma á dag. Þetta eru 32.5 dagar á ári, miðað við 8 tíma vinnudag.

    Þegar maður lítur í kringum sig á götum borgarinnar kemur sú spurning í hugann hvort allir þurfa að vera á einkabíl? Algengt svar mun vera að menn eru að flýta sér og hafa ekki tíma til að ganga, hjóla eða fara með strætó. En sparar bíllinn tíma í raun? Það verður jú að vinna fyrir peningunum sem þarf til að reka bílinn og það fer tími í það að vinna fyrir þessum peningum. 

   Við getum tekið dæmi þar sem maður fer á hjóli í vinnu sína, fimm daga vikunnar, allt árið um kring. Hann hjólar 10 kílómetra fram og til baka og tekur það hann alls einn klukkutíma á dag. Þetta eru 32.5 dagar á ári, miðað við 8 tíma vinnudag. 

   Annar maður fer á bíl sömu leið og tekur það hann 25 mínútur sem eru 13,5 dagar á ári.
Maðurinn á hjólinu er 19 dögum lengur á leiðinni í og úr vinnu, miðað við 8 tíma vinnudag, en sá á bílnum. Kostnaður vegna bílsins eins og tryggingar, viðgerðir og bensín er mikill og er þá ótalinn endurnýjunarkostnaður. Ef þessum kostnaði er deilt í mánaðarlaun mannsins á bílnum kemur í ljós að hann er 34 daga á ari að vinna fyrir kostnað bílsins. Ef fyrrnefndum 13.5 dögum eru bætt við þessa 34 daga verður útkoman 47.5 dagar. Maðurinn á bílnum er því 15 vinnudögum lengur, (47.5 - 32.5),

   Að vinna fyrir bílferðunum en sá á hjólinu. Um tímasparnað er því ekki að ræða samkvæmt þessu dæmi.

   Það þarf hugarfarsbreytingu til að sporna við þessu bílaflóði sem leggur borgina undir sig. Allsstaðar er lagt malbik, eru byggð bílastæði og götur og bílar virðast hafa forgang.

   Erum við að skapa okkur umhverfi í þágu bílsins? Maður spyr sig að því á veturna þegar snjónum er mokað upp á gangstéttirnar til að ryðja fyrir bílana.

   Hægt er að takmarka notkun einkabílsins þó best væri að sleppa honum alveg. Með því að hagræða þurfa búðarferðir ekki vera mjög tíðar. Og þegar maður þarf að flytja eitthvað stórt er alltaf hægt að fá sendibíl til að sinna flutningunum. Væri ekki nær að eyða peningunum sem ætlaðar eru í framkvæmdir tengdar bílum í að gera strætó aðgengilegra og ódýrari, búa til reiðhjólaleiðir og fjölga gangbrautum? Ef við getum komið á hugarfarsbreytingu og bætt aðrar leiðir fyrir fólk til að koma sér milli staða væri, fyrir marga, ekki nauðsynlegt að eiga bíl.

   Tíminn og peningarnir sem sparast við það að nota bílinn ekki er hægt að nota á margan hátt. Færri búðarferðir þar sem keypt yrði meira í einu til heimilisins myndu gefa okkur betri yfirsýn yfir heimilisútgjöldin og meiri tíma heimavið. Hjólaferðir, gönguferðir og meiri útivera hefðu í för með sér betri heilsu almennings. Hugsið ykkur hvað borgin væri notalegri með almenningsgarða, þar sem bílastæði eru núna og minni hávaða. Þetta stöðuga áreiti sem bílaumferðin veldur og stressar fólk væri úr sögunni, almenn vellíðan mundi taka við. Hugsið ykkur hvernig þetta gæti orðið.

   Robert J. Kluvers

   Pistillinn birtist í Hjólhestinum 1.tlb. 13. árg.
   © ÍFHK 2004