Upp með metnaðinn!

Það er kominn tími til þess að skilja að hjólandi  lúta ekki sömu lögmálum og akandi eða gangandi í skipulagningu innviða fyrir hjólreiðar. Þarfir hjólandi eru einfaldlega aðrar en gangandi og akandi, ekki síst vegna annars ferðahraða. Við uppbyggingu hjólaleiðanets hefur víða verið lögð áhersla á að koma upp innviðum meðfram helstu umferðaræðum, t.d. eru í Kaupmannahöfn hjólabrautir meðfram öllum helstu götum.

Þessi vetur er sjötti veturinn sem Landssamtök hjólreiðamanna og Hjólafærni á Íslandi hafa farið í vikulegar hjólaferðir frá Hlemmi á laugardagsmorgnum en fyrstu ferðirnar voru farnar haustið 2010. Byrjað er í samgönguviku í september og hjólað vikulega til loka nóvember, hlé gert í desember og byrjað aftur í janúar og síðasta ferðin er síðasta laugardag í apríl. Mæting er við Hlemm kl. 10 en lagt af stað um kl. 10:15.

Undanfarin ár hef ég heimsótt Stokkhólm nokkrum sinnum og hjólað um borgina.  Stokkhólmur er höfuðborg Svíþjóðar og stendur á þurrlendi og eyjum milli stöðuvatnsins Mälaren og Eystrarsalts. Borgin hefur verið kölluð Feneyjar norðursins vegna náins sambýlis við vatn og eru leiðir úr norðri og suðri á fáum brúm sem takmarka leiðaval. Hún er falleg og mjög gaman að skoða hana hjólandi. Þar er margt að sjá t.d. byggingar, söfn, skemmtigarðar, baðstrendur og verslanir. Umhverfis borgina eru mörg úthverfasveitarfélög sem einkennast af nokkuð dreifðri íbúðabyggð með þéttbyggðum kjarna þar sem er járnbrautarstöð ásamt verslun og þjónustu. Það var í einu slíku sveitarfélagi sem ég gisti hjá systur minni sumrið 2013 og hjólaði inn til miðborgarinnar eins og ég hef gert margoft. Í þetta sinn hjólaði ég í gegnum borgina og í heimsókn til annars úthverfasveitarfélags. Hjólið sem ég notaði var gamalt 21 gíra fjallahjól, sem ég fékk lánað.

Sumarið 2013 hjólaði ég í Vínarborg í tengslum við ráðstefnuna Velo-City. Allir þátttakendur fengu lánað reiðhjól hjá tveimur borgarhjólaleigum þá viku sem ráðstefnan stóð og tók ég hjól hjá Citybike Wien [1]. Hjólin hjá báðum leigunum voru vel úr garði gerð og í góðu ástandi. Hjólin voru auðstillanleg, með nafgírum og með sjálfvirk fram- og afturljós knúin með rafali í nafinu. Auðvelt er að skrá sig á heimasíðu Citybike og er fyrsta klst. ókeypis, næsta klst. kostar eina evru en fer síðan síhækkandi og kostar fjórar evrur/klst eftir fjóra tíma. Það borgar sig því að skila hjólinu fljótt og taka nýtt enda nóg af stöðvum í kringum miðborgina til að skila og taka nýtt hjól. Á heimasíðunni má finna öpp sem hjálpa manni að finna stöð fyrir leiguhjólið.

Síðastliðinn október hittust ráðherrar samgöngumála Evrópusambandsríkja í Lúxemborg og sömdu yfirlýsingu um hjólreiðar sem loftslagsvænan samgöngumáta, „Cycling as a climate friendly Transport Mode“. Efni þessarar greinar byggist á því sem þar kom fram auk efnis frá heimsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um umferðaröryggi og Parísarsamkomulaginu um loftslagsmál.  Við vitum að samfélagið græðir á hjólreiðum. Börn sem hjóla í skóla einbeita sér betur en þau sem er skutlað. Starfsmenn sem hjóla í vinnuna eru sjaldnar veikir. Því fleiri hjólreiðamenn þeim mun öruggari verða hjólreiðar. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni WHO myndi ótímabærum dauðsföllum fækka um meira en 100.000 á ári í Evrópusambandinu ef allir myndu hjóla eða ganga í 15 mínútur aukalega á dag. Þeir sem ekki hjóla sjálfir græða á hjólreiðum með færri  umferðarhnútum, minni mengun og hávaða og sparnaði í umferðarmannvirkjum og heilbrigðiskerfinu.

Ég vakna upp á gjörgæslunni á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri. Það tekur svolitla stund að síast inn í vitund mína hvar ég er stödd og hvers vegna. Svo átta ég mig á því að ég er að vakna eftir aðgerð á hné. Ég reyni að hreyfa fótinn en finn ekki fyrir honum. Mín fyrsta hugsun er: „Ég skal upp á lappirnar aftur.“ Ég hafði farið úr liði á hné. Við það skaddaðist æð sem nauðsynlega þurfti að loka. Liðbönd voru ónýt eða eydd og heim fór ég með þau skilaboð að ég þyrfti að mæta fljótlega í æðaaðgerð.

Hjólreiðar eru öruggur fararmáti þó margir virðist gefa sér annað. Í raun eru þær öruggasti fararmátinn á Íslandi. Það er hægt að notast við ýmsa mælikvarða til að mæla slíkt en einn sem er oft notaður í samanburði á milli landa er fjöldi banaslysa. Þau eru blessunarlega fá hér meðal hjólandi, það fyrsta síðan 1997 varð í desember síðastliðnum. Á sama tíma hafa 336 einstaklingar látið lífið í  umferðarslysum, flestir ökumenn eða farþegar bifreiða en einnig bifhjóla og gangandi vegfarendur.  

Þegar horft er á súluritin hér á mynd 1 og 2 er útlitið ekki gott fyrir hjólandi. Fólk í tugavís alvarlega slasað á öðru og hundruð látnir eða alvarlega slasaðir á hinu. Þetta er grafalvarlegt en er þetta kannski eitthvað ýkt gagnvart hjólandi umferð miðað við málvitund okkar?

Þegar fólk er farið að ferðast um landið á reiðhjóli eða keppa þá er það komið svolítið lengra en þeir sem eru á upphafsreit að velta fyrir sér hvort það sé þorandi að láta sjá sig á reiðhjóli. Það fólk er yfirleitt bara að spá í hvort þetta sé kannski hentug leið til að koma sér á milli staða, eins og alltaf er verið að tala um. Það er hvorki að spá í sportið né ferða­mennskuna, bara að koma sér í vinnuna eða skólann. Fyrir þennan hóp var verkefninu hjólreiðar.is hrundið af stað.

Frá 2011 hef ég búið við störf og leik í Lílongve, höfuðborg Malaví. Malaví, sem er í sunnanverðri Afríku, er eitt af fátækustu ríkjum heims og lífið því á margan hátt frábrugðið tilverunni heima á Fróni. Hér verður ekki þverfótað fyrir fólki, en 16 milljónir manna búa í þessu landi á svipuðu flatarmáli og við Íslendingar.

Cycling Scotland sem beitir sér fyrir að efla hjólreiðar í Skotlandi gerði skemmtilega sjónvarpsauglýsingu til að minna bílstjóra á að víkja vel þegar ekið er fram úr hjólandi fólki með því að líkja hjólandi vegfarendum við hesta, „sjáirðu hjólandi, hugsaðu hestur“. Eftir létt grín endaði auglýsingin á því að sýna bifreið taka fram úr konu á hjóli og víkja hæfilega vel til að valda henni hvorki hættu né óþægindum. Auglýsingaeftirlitið, (Advertising Standards Authority), bannaði auglýsinguna vegna þess sem sést á myndinni fyrir ofan.

Atlantshafsleiðin um Suðurland

Um alla Evrópu er unnið að gerð hjóla­leiða­netsins EuroVelo. Viljir þú hjóla í gegnum Loire dalinn í Frakklandi eða fara eftir ströndum Eystrasaltslandanna, ættirðu að fletta upp á EuroVelo. Það er hjólaleiða­net sem er í mótun um alla Evrópu, unnið undir hatti Evrópusamtaka hjólreiðamanna, ECF - European Cyclist Federation. Hjólaleiðir EuroVelo liggja frá suðri til norðurs, austri til vesturs, um strendur og sveitir, fjöll og dali og tengja borgir og bæi. Með EuroVelo er unnið að því að skapa heilsteypt leiðanet hjólaleiða um alla álfuna; með viðmiðum og skilyrðum sem unnið er eftir og eiga um leið að tryggja ákveðin gæði á hjólaleiðunum sem hjólandi ferðamenn geta notið. Á meðal viðmiða er gert ráð fyrir ákveðnu aðgengi að þjónustu, takmörkunum á halla vega og umferðarmagni. Aðgreindir stígar þykja bestir en víða liggja leiðirnar um vegi þar sem umferð er undir viðmiðunarmörkum.

Víðast hvar í Evrópu þykir sjálfsagt og gott að fólk noti reiðhjól sem samgöngutæki og þar sem hjólreiðar eru hlutfallslega algengastar eru þær líka öruggastar. Fólk kemur á hjólinu eins og það er klætt en klæðir sig ekki fyrir farartækið. Allur almenningur hjólar, ekki bara svokallaðir hjólreiðamenn. Það þykir eðlilegt að hjóla og ekkert merkilegt.

Það var eitt sinn þegar ég var að kvarta yfir umferðinni á leiðinni í vinnuna á morgnana að yfirmaður minn Óskar Dýrmundur, spurði hvers vegna ég hjólaði  ekki bara? Þvílík og önnur eins fásinna hugsaði ég, maðurinn er ekki með öllum mjalla (sorrý Óskar). Hlustaði sem sagt ekki á þetta.

Á síðasta ári fékk undirritaður styrk frá Rannsóknarsjóði vegagerðarinnar í samvinnu við Hörð Bjarnason á verkfræðistofunni Mannvit til að gera skýrslu um öryggisskoðun hjólastíga. Hörður hafði veg og vanda að ritun skýrslunnar en ég gerði öryggisúttektir á nokkrum hjólastígum á höfuðborgarsvæðinu. Skýrslan er nú komin út og er hún aðgengileg á heimasíðu Vegagerðarinnar og frá heimasíðu Landssamtaka hjólreiðamanna ásamt með skýrslum yfir öryggisúttektir.

Hjólafærni á Íslandi hefur undanfarin ár boðið upp á ýmis konar hjólatengda þjónustu fyrir fyrirtæki, stofnanir og almenning. Meðal annars er boðið upp á hjólatengda fyrirlestra, hjóla­viðgerðarnámskeið, kennslu í hjóla­færni og síðast en ekki síst, hjólaskoðun Dr. BÆK. Markmið félagsins er að efla hjólreiðar á landinu og bæta hjólreiðamenningu í víðum skilningi. Heimasíðan er hjólafærni.is.

Það er gott að fjölmiðlar, fræðimenn, embættismenn og opinberar stofnanir sýni hjólreiðum áhuga. Mikið hefur verið fjallað um aukna tíðni slysa meðal hjólandi en því miður ekki minnst á samhengi hlutanna, sem er að hjólreiðar hafa aukist meira en slysin og þeim hefur því hlutfallslega fækkað.

Flestir kannast nú orðið við Druslu­gönguna þar sem boðskapurinn er  sá að konur eiga ekki að þurfa að klæða sig með það í huga að minnka hættuna  á að verða fyrir  kynferðislegu ofbeldi eða jafnvel nauðgun.  Á ensku er  talað um „victim blaming“. Dómarar, lögreglumenn og blaðamenn hafa stundum látið að því liggja að kona sem var nauðgað eigi að einhverju leiti sök á því sjálf hvernig fór,  vegna „ögrandi klæðaburðar“ eða hegðunar og ábyrgðinni þannig varpað á þolandann. 

Mikið var hjólreiðaráðstefnan, sem haldin var í Iðnó í samgönguvikunni síðasta haust undir heitinu Hjólað til framtíðar, vel heppnuð.  Klaus Bondam fyrrum borgarstjóri og núverandi formaður dönsku hjól­reiða­samtakanna, flutti áhugavert erindi um „dönsku leiðina“. Hann hjólaði um borgina, hitti borgarstjóra, sagði að góður árangur hefði náðst í hjólastígagerð í Reykjavík undanfarin ár en það mætti bæta um betur og gera hjólreiðar að enn sýnilegri samgönguvalkosti.

Hjólaleikfélagið varð til vorið 2013 í tengslum við styrk sem Íslenski Fjalla­hjóla­klúbburinn fékk úr sjóðnum Ódýrari Frí­stundir sem notaður var til að efla hjólreiðar barna í Vesturbæ Reykjavíkur.