
- Details
- Stjórn Fjallahjólaklúbbsins
Það er alltaf eitthvað í gangi hjá okkur. Verkstæðið og klúbbaðstaðan á Sævarhöfða 31 er opin vikulega á mánudögum. Á þriðjudögum hjólum við um höfuðborgarsvæðið. Mánaðarlega er amk. ein skipulögð helgarferð og aldrei að vita nema fleira verði skipulagt með stuttum fyrirvara svo við mælum með að þið skráið ykkur á póstlistann og lækið við Facebook síðuna okkar til að fylgjast með. Hér er aðeins það helsta talið upp.

- Details
- Stjórn Fjallahjólaklúbbsins
Fjallahjólaklúbburinn og Reiðhjólabændur eru að hefja samstarf um samnýtingu á húsnæðinu að Sævarhöfða 31 um það leiti sem þessi Hjólhestur kemur út. Staðsetningin þykir heppilegri enda við miðpunkt höfuðborgarsvæðisins og kostnaður við leigu á Brekkustíg hafði aukist verulega. Þetta var ákveðið eftir kynningarfund með félagsmönnum í framhaldi af umræðum á síðasta aðalfundi.

- Details
- Vefstjóri
Þá er komið að hinu árlega pökkunarkvöldi. Við munum hittast kl 19:00 fimmtudaginn 14. mars og byrja á því að fá okkur pizzu og gos. Svo pökkum við Hjólhestinum niður ásamt skírteinum þeirra sem eru búin að greiða félagsgjöldin. Margar hendur vinna létt verk. Pizzurnar eru í boði Fjallahjólaklúbbsins. Gott ef fólk merkir mætingu við þennan viðburð, svo við getum áætlað magn af pizzum.

- Details
- Birgir Birgisson
Samstarfshugvekja til hjólreiðafólks
Í langan tíma hefur ótrúlega mikið og gott starf verið unnið við skipulagningu og framkvæmd ýmissa viðburða á vegum Fjallahjólaklúbbsins. Margir hafa rétt klúbbnum hjálparhönd við ýmis tækifæri en mikið af innra starfi félagsins hefur þó hvíld á fáum herðum, stundum kannski of fáum. En sú staðreynd að það reynist sífellt erfiðara að fá fólk almennt til að taka virkan þátt í félagsstarfi er alls ekki bundin við Fjallahjólaklúbbinn.
Margt fólk sem skipuleggur alls kyns félagsstarf á ýmsum sviðum, hvort sem það eru fundir, námskeið eða annað, hefur að undanförnu rætt það sín á milli hversu mikla vinnu þarf að inna af hendi til að fá félagsfólk almennt upp úr sófanum og af stað til að njóta allra þeirra fjölmörgu viðburða sem í boði eru.
Fleiri greinar...
Síða 2 af 64