
- Details
- Vefstjóri
Fyrsta þriðjudagsferðin verður næstkomandi þriðjudag og samkvæmt hefð endar hún í Klúbbhúsinu okkar í Vesturbæ. Þar verður boðið upp á kaffi og kökur. Við hittumst við Landsbankann í Mjódd og leggjum af stað þaðan kl 19:30. Ferðirnar eru styttri og léttari til að byrja með og taka ca 1.5 tíma. Þegar líður á sumarið lengjast ferðirnar og má þá búast við að þær taki 2-3 tíma.

- Details
- Hrönn Harðardóttir
Þá er komið að okkar árlega pökkunarkvöldi fyrir félagsskírteini og Hjólhestinn okkar, brakandi ferskan úr prentun. Fimmtudaginn 17. mars á Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Athugið að við byrjum kl 19:00 á pizzuveislu, því er gott að sjá hversu margir koma, endilega merkið "going" á Facebook viðburðinum ef þið mætið í pizzu og gos.

- Details
- Páll Guðjónsson
Samkvæmt venju kemur Hjólhesturinn, árlegt tímarit Fjallahjólaklúbbsins, sem kemur út í mars og enn er opið fyrir aðsent efni. Efnið má vera tengt starfsemi klúbbsins eða bara hjólamenningu almennt, hvort sem það eru ferðalög á reiðhjólum eða reynslan af notkun reiðhjólsins í daglegu lífi og sem samgöngutæki. Við látum aðra um að fjalla um keppnissportið.
Endilega sendið póst á
Fleiri greinar...
Síða 4 af 64