
- Details
- Vefstjóri
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins sem auglýstur var haldinn 20. janúar 2022, frestast vegna samkomutakmarkana. Það verður opið hús í staðinn og við auglýsum nýja dagsetningu á aðalfundi þegar takmarkanir breytast, vonandi um miðjan febrúar..
Jafnframt er auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið

- Details
- Vefstjóri
Við ætlum að storma til Vestmannaeyja. Þeir geta ekki stoppað okkur öll!
Formleg hjólaferð hefst á laugardaginn 14 ágúst kl 11:00 (þeir sem komast ekki á föstudag geta tekið daginn snemma og náð ferju í tíma) og við munum hjóla upp á Stórhöfða, út í dal, inn í bæ, upp á fjall og kannski kíkja inn í safn. Flestir gista á tjaldsvæðinu, enda mjög góð inniaðstaða þar.

- Details
- Vefstjóri
10. ágúst verður lengri kvöldferð, þá hjólum við frá Mjódd upp í Mosfellsbæ í vöfflukaffi heima hjá Geir sem hefur tekið á móti okkur undanfarin ár með miklum myndarskap. Það verður myrkur á heimleiðinni og því mikilvægt að vera með ljós að framan og aftan og endurskin. Brottför frá Landsbankanum 19:30.

- Details
- Hrönn Harðardóttir
Við ætlum að fresta opnu húsi og hafa grillpartý föstudaginn 4 júní. Grillið verður klárt kl 19:00 og eftir það getum við sest upp á baðstofuloft, sagt hjóla- og hreystisögur. Pylsur og gos í boði Fjallahjólaklúbbsins en það má taka með sér veigar, ef fólk vill drekka eitthvað annað. Ef einhver á gítar eða önnur hljóðfæri má kippa þeim með. Aldrei að vita nema okkur takist að skapa brekkustemmingu í stiganum upp á loft. Væri ekki svolítið gaman að bregða sér í betri fötin og lyfta Klúbbhúsinu á virðulegra plan. Hjólaföt samt alveg í lagi sko.

- Details
- Hrönn Harðardóttir
Helgina 12.-13. júní verður farið í helgarferð á Snæfellsnes. Hver og einn velur gistingu, en flestir verða á tjaldsvæðinu. Einhverjir mæta á föstudagskvöldi, aðrir beint í hjólaferðina á laugardegi.
Á laugardag hjólum við um Berserkjahraun. Lagt af stað frá Stykkishólmi kl 10:00 Leiðin er að mestu á malarvegi og hægt að velja um 40 eða 60 km hjóladag. Í lok dags förum við í sund á Stykkishólmi. Síðan verður kvöldvaka á tjaldsvæðinu, en þar verður gist í tjöldum. Gítarar velkomnir.

- Details
- Hrönn Harðardóttir
Framundan er helgarferð um ægifagurt landsvæði. Lagt af stað laugardaginn 22 maí kl 11:00 frá Olís Bensínstöðinni við Norðlingaholt. Hjólað eftir Suðurlandsvegi, beygt inn á veg nr. 431, Hafravatnsveg. Þaðan farin Nesjavallaleið upp með Henglinum, niður að Þingvallavatni og áfram til Úlfljótsvatns, þar sem gist verður í góðum bústað með heitum potti. Leiðin er 50 km, að mestu á malbiki. Allar tegundir af reiðhjólum henta, nema racer. Rafmagnsreiðhjól gæti verið góður kostur.
Fleiri greinar...
Síða 5 af 64