
- Details
- Páll Guðjónsson
Það verður létt viðgerðarnámskeið með sýnikennslu fyrir félagsmenn á Brekkustig 2 frá kl 20:00 til 21:00 fimmtudagskvöld 16. maí. Farið verður yfir dekkjaskipti, gera við sprungið dekk, skipta um bremsupúða, stilla gíra og skipta um keðju. Heitt á könnunni á efri hæðinni og viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni á eftir. Hægt að skipta yfir á sumardekk og spreyta sig á eigin hjóli. Allir velkomnir meðan húsrúm leyfir.

- Details
- Páll Guðjónsson
Framundan er helgarferð um ægifagurt landssag. Lagt af stað laugardaginn 18 maí kl 11:00 frá Olís bensínstöðinni við Norðlingaholt. Hjólað verður eftir Suðurlandsvegi, beygt inn á veg nr. 431, Hafravatnsveg. Þaðan farin Nesjavallaleið upp með Henglinum, niður að Þingvallavatni og áfram til Úlfljótsvatns. Þar verður gist í góðum bústöðum með heitum potti. Leiðin er 50 km, að mestu á malbiki. Allar tegundir af reiðhjólum henta, nema racer.

- Details
- Andreas Macrander
Íslenska hjólakortið - Cycling and the independent traveler around Iceland 2019
Ný útgáfa af íslenska hjólakortinu er væntanleg 1. júní 2019. Kortið verður á ensku og dreift frítt í öllum betri hjólabúðum og upplýsingamiðstöðvum ferðamanna. Allt efni kortsins er svo aðgengilegt á www.cyclingiceland.is Þar verður meðal annars:

- Details
- Páll Guðjónsson
Það er ekki bara gott fyrir heilsuna og umhverfið að hjóla í vinnuna það er líka gott fyrir budduna. Og til að hvetja fólk ennfrekar til að hvíla bílinn er hægt að semja um aukagreiðslur frá vinnuveitanda allt að hámarki samtals 8.000 kr. á mánuði og fá borgað fyrir að hjóla í vinnuna. Af 8.000 kr. launum fara um 3.000 kr. vanalega í skatt en beint í þinn vasa með þessu fyrirkomulagi.

- Details
- Páll Guðjónsson
Kæru félagar. Á fimmtudagskvöld kemur nýr Hjólhestur í Klúbbhúsið ásamt nýjum félagsskírteinum og ætlum við að pakka þeim til dreifingar og ekki verra að fá sjálfboðaliða til að hjálpa til. Félagsmanna sem borguðu árgjaldið í fyrra bíða þessi fallegu sérmerktu skírteini eins og á myndinni. Við bíðum aðeins með að afhjúpa sjálfan Hjólhestinn.
Fleiri greinar...
Síða 9 af 64