
- Details
- Ferðanefnd
Vegna covid er dagskráin gefin út með fyrirvara. Við munum hlíta ráðleggingum Landlæknis og sóttvarnayfirvalda, ferðir verða farnar eða hætt við, allt eftir því hvernig ástandið í veirumálum verður vikurnar á undan. Við munum gefa út nákvæmari lýsingu á hverri ferð þegar nær dregur.

- Details
- Hrönn Harðardóttir
Það hefur kólnað jafnt og þétt í Klúbbhúsinu í gegn um árin, en við höfum bætt það upp með gasofnum og hitablásurum. Í október var skellt í lás þegar ástandið í covid málum fór versnandi hérlendis. Var engin starfsemi í 4 mánuði. En þegar við ætluðum að opna aftur í janúar, þá búmms, gaf sig heitavatnslögn eða ofn eða eitthvað og sjóðandi heitt vatn flæddi um gólf og gufa þéttist í loftinu sem lak síðan niður með veggjunum, ofan á húsgögn, pappír, tímarit og bæklinga sem voru á efri hæðinni.

- Details
- Páll Guðjónsson
Þessi Hjólhestur markar ákveðin tímamót því þrjátíu ár eru frá því fyrsti Hjólhesturinn kom úr. Klúbburinn var orðinn tveggja ára þegar útgáfa Hjólhestsins hófst en hann var sprækur, því sum árin kom hann út fimm sinnum. Blöðin voru allt frá 68 bls.niður í að vera svo lítil að vera bara kölluð „laufblöð“.

- Details
- Vefstjóri
Fimmtudaginn 25 mars ætlum við að hittast í Klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 og pakka Hjólhesti og skírteinum í umslög. Ef fólk hefur tök á að bera út í 1-2 hverfum væri það vel þegið. Það verða pizzur og gos í boði kl 19:00 og svo hefjumst við handa við pökkunina kl 20:00 Venjulega höfum við lokið því kl 21:00. Þeir sem taka sér útburð hafa viku til þess arna. Allir eiga að vera búnir að fá sitt umslag fyrir 1 apríl.

- Details
- Vefstjóri
Kæru félagar. Nú líður að endurnýjun árgjalds en 2020 skírteinin gilda út mars. Við munum stofna kröfur 22 febrúar, en ef einhver hefur tök á að leggja beint inn á okkur fyrir þann tíma væri það frábært. Sparar okkur stofn- og greiðslugjöld krafna. Reikningur 0515-26-600691 og kennitala 600691-1399. 2.500 kr. fyrir einstaklinga eða 3.500 kr. fyrir fjölskyldur. Þeir sem gengu í félagið (nýjir eða eftir hlé) í nóvember 2020 eða síðar þurfa ekki að greiða 2021 árgjald.
Fleiri greinar...
Síða 6 af 64