
- Details
- Ferðanefnd
Ferðin hefst við Svartagil kl. 14:00, og þaðan hjólað norður á Uxahryggi og að Ormavöllum. Þar hefst fjallahjólapuð af bestu gerð, áð við Hvalvatn og hjólað síðan norðan við vatnið (töluvert puð hér) vestur að Glym og hjólin teymd niður brattasta partinn og hjólað að Stóra-Botni og þaðan upp á Leggjarbrjót og þaðan í Svartagil. ATH: breyttan tíma frá fyrstu auglýsingu.

- Details
- Ferðanefnd
Framundan er helgarferð um ægifagurt landssag. Lagt af stað laugardaginn 12 maí kl 11:00 frá Olís bensínstöðinni við Norðlingaholt. Hjólað verður eftir Suðurlandsvegi, beygt inn á veg nr. 431, Hafravatnsveg. Þaðan farin Nesjavallaleið upp með Henglinum, niður að Þingvallavatni og áfram til Úlfljótsvatns. Þar verður gist í góðum bústöðum með heitum potti. Leiðin er 50 km, að mestu á malbiki. Allar tegundir af reiðhjólum henta, nema racer.

- Details
- Hrönn Harðardóttir
Við ætlum að fagna því að sumarið er loksins að koma. Það verður grill og gaman í klúbbhúsinu fimmtudaginn 19 apríl (sumardaginn fyrsta) kl 19, en við ætlum að vinna okkur inn fyrir pulsunum, við hjólum saman frá Fjölskyldu og húsdýragarðinum kl 18:00
Pylsur og gos í boði Fjallahjólaklúbbsins. Á meðan birgðir og húsrúm leyfir.

- Details
- Húsnefnd
Kompukvöld verður haldið fimmtudaginn 5. apríl í húsnæði klúbbsins á Brekkustígnum.
Kompukvöldin eru fastur liðir í starfsemi félagsins þar sem hjólafólk getur selt eða keypt ýmsan varning .. hjól, föt, dekk, gírskipta, stýri, dempara og margt annað.
Tilvalið að selja gamla hjólið eða kanna hvort draumahjólið verður í boði á viðráðanlegu verði.
Að sjálfsögðu má prútta ! Kaffi á könnunni og viðgerðaraðstaðan opin að venju.
Fleiri greinar...
Síða 10 af 64