- Details
- Páll Guðjónsson
Þriðjudaginn 9 ágúst verður árvisst vöfflukaffi í Mosfellsbæ. Hittumst í Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum kl 19:30 og hjólum meðfram ströndinni heim til Geirs höfðingja, sem tekur á móti okkur í Barrholti 33. Þó að hefðin segi að það eigi að vera löng ferð þriðja þriðjudag í hverjum mánuði, þá gerum við stundum undantekningar.
Þriðjudagskvöldið 16 ágúst mun öðlingurinn Mona taka á móti okkur í Norska skálanum í Heiðmörk. Svo það verður löng ferð báða dagana og nauðsynlegt að vera með vatnsbrúsa á hjólinu og smá orku í hjólatöskunni.
Helgarferðin um Skorradalsvatn um næstu helgi fellur því miður niður vegna forfalla.
-Ferðanefnd

- Details
- Árni Davíðsson
Landssamtök hjólreiðamanna hafa vakið athygli Fjármálaráðuneytisins á því að tollnúmer virðast ekki greina nægilega vel á milli mismunandi tegunda vistvænna farartækja. Óskað var eftir því að tollnúmer verði lagfærð, þannig að þau greini með skýrum hætti á milli mismunandi farartækja eins og reiðhjóla, rafreiðhjóla með fótstigum, rafknúinna bifhjóla, rafknúinna hlaupahjóla og rafknúinna hlaupabretta.

- Details
- Árni Davíðsson
Um áramótin voru felldir niður tollar á varahlutum fyrir reiðhjól. Sömuleiðis féllu niður tollar á fatnaði og skóm, þar á meðal sérstökum fatnaði og skóm fyrir reiðhjólamenn. Tollar á varahlutum í reiðhjól hefðu þó ekki fallið niður núna um áramótin nema vegna þess að fulltrúi í nafni Landssamtaka hjólreiðamanna, Arnaldur Gylfason félagi í Fjallahjólaklúbbnum fór á fund í fjármálaráðuneytinu haustið 2014 og óskaði eftir niðurfellingu tolla á varahlutum. Hann fékk góðar viðtökur í ráðuneytinu.
Fleiri greinar...
Síða 14 af 64