
- Details
- Páll Guðjónsson
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins var haldinn 26. október 2017. Það var helst að frétta að rekstur félagsins gengur vel og við eigum gott starfsár að baki. Góðar ferðir voru farnar og voru öllum þáttakendum og skipuleggjendum færðar þakkir fyrir. Veglegt fréttablað ÍFHK, Hjólhesturinn kom út í vor. Þriðjudagsferðir voru farnar í allt sumar og vikulega var opið hús.

- Details
- Hrönn Harðardóttir
Lagt af stað laugardaginn 13 maí kl 11:00 frá Olís Bensínstöðinni við Norðlingaholt. Hjólað eftir Suðurlandsvegi, beygt inn á veg nr. 431, Hafravatnsveg. Þaðan farin Nesjavallaleið upp með Henglinum, niður að Þingvallavatni og áfram til Úlfljótsvatns, þar sem gist verður í góðum bústað með heitum potti. Leiðin er 50 km, að mestu á malbiki. Allar tegundir af reiðhjólum henta, nema racer. Sjónvarp á staðnum og þeir sem vilja geta fylgst með Eurovison.

- Details
- Brandur Jón Guðjónsson
Hratt, bratt? Létt, slétt? Puð, stuð? Hjólaferðir Íslandsvina 2017
Árlega býður Ferðaskrifstofan Íslandasvinir upp á hjólreiðaferðir um erlendar grundir og í ár er úrvalið sérlega fjölbreytt og glæsilegt bæði hvað varðar þær slóðir sem farið er um og ekki síður breidd þess hóps sem þær eru hugsaðar fyrir.

- Details
- Páll Guðjónsson
Ert þú einn þeirra sem hefur dreymt um að ferðast á hjóli? Fjallahjólaklúbburinn býður til kvöldhittings fimmtudaginn 4. maí í létt spjall um hjólaferðir, búnað og undirbúning ferða. Við munum deila okkar reynslu af hjólaferðum hér á landi sem og erlendis. Fyrst og fremst er miðað við að spjalla um ferðir þar sem ferðast með allan farangur með á hjólinu og gist í tjaldi.
Fleiri greinar...
Síða 12 af 64