
- Details
- Vefstjóri
Félagsmönnum bíðst nú 5% afsláttur hjá Ofsa hjól vefverslun. Fyrir neðan er kynning á fyrirtækinu og nánari upplýsingar á ofsi.is

- Details
- Páll Guðjónsson
Fyrir ofan er stjórn Fjallahjólaklúbbsins eins og hún var kosin á síðasta aðalfundi. Fremstur til vinstri er Þórður formaður. Síðan Hrönn gjaldkeri sem gerir flest sem gera þarf svo sem að halda utan um félagatalið, opin hús, þriðjudagsferðir, dags- og helgarferðir. Tryggva þekkja allir sem koma í opnu húsin okkar sem snilldar bakara. Sjálfur er ég lengst til vinstri í aftari röðinni, ritari klúbbsins, ritstjóri Hjólhestsins og heimasíðunnar. Síðan koma Geir og Fjölnir sem líka sinna ýmsum hlutverkum. Fleiri koma að starfseminni s.s. í ferðanefnd og húsnefnd.

- Details
- Ferðanefnd
Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 ætlum við að hafa kynningu á ferðum sumarsins. Hún verður haldin í húsnæði Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík og hefst kl 20:00 og síðan verður opið hús til kl 22:00 Viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni.
Við ætlum að fara yfir ferðir sumarsins í máli og myndum. Dagskráin verður gefin út og fólk getur merkt við á dagatali sínu. Heitt á könnunni, bakkelsi að maula með. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

- Details
- Páll Guðjónsson
Samkvæmt venju kemur Hjólhesturinn, árlegt tímarit Fjallahjólaklúbbsins, út í mars og enn er opið fyrir aðsent efni. Efnið má vera tengt starfsemi klúbbsins eða bara hjólamenningu almennt, hvort sem það eru ferðalög á reiðhjólum eða reynslan af notkun reiðhjólsins í daglegu lífi og sem samgöngutæki. Við látum aðra um að fjalla um keppnissportið.
Endilega sendið póst á

- Details
- Hrönn Harðardóttir
Árnes er í 95 km fjarlægð frá Reykjavík. Þar er tjaldsvæði, sundlaug og þjóðvegasjoppa. Þar ætlum við að hjóla helgina 15-17 júlí. Nema þar verði arfavitlaust veður eða óguðleg rigning, þá förum við kannski til Hvammstanga. Alla vega. Takið helgina frá fyrir tjaldferðalag.
Fleiri greinar...
Síða 3 af 64