Við erum með bústaðinn frá föstudegi fram á mánudag, svo fólk getur haft smá frelsi með komu og brottför.

Föstudagur:

Mæting upp úr 18:00.  Kl 20:00 munum við fara í stuttan hjólatúr um nágrennið, röltum upp á Grábrók og hjólum meðfram Hreðavatni.  Förum að hylnum við fossinn, þeir sem vilja kæla sig geta stungið sér til sunds.  Við getum kíkt niður að fossinum Glanna og Paradísarlaut.  Mikil náttúrufegurð, 20 km á góðum slóðum, erfiðleikastig 4 af 10.

Laugardagur:

Við munum hjóla leið 13 úr Hjólabók Ómars Smára, Norðurá, Gljúfurá.  40 km áætlaður ferðatími 6-7 tímar.  Búast má við smá torfærum og erfiðleikastigið er 6 af 10.  Eftir hjólatúrinn er það svo pottadól, grill og Eurovision.  Áfram Hera!  Fólk tekur með kjöt/fiskmeti sem það vill grilla, Fjallahjólaklúbburinn býður upp á kartöflur, grænmeti, meðlæti og eftirrétt.  Vegan fólk tekur með buff eða annað sem það vill snæða.  Bæði grill og ofn á staðnum.

Sunnudagur:

Þá er það leið 12 úr Hjólabókinni, 45 km en eitthvað auðveldari leið, 4.5 tíma er áætlað að það taki að hjóla hana.  Við munum snæða hádegisverð í Friðheimum í leiðinni.  Kvöldverður ræðst af óskum gesta, það er hægt að borða á hótel Bifröst, Hraunsnefi eða á bensínstöð í Borgarfirði.

Mánudagur:

Þrif og heimferð.  Þá verða væntanlega allir horfnir á braut nema Hrönn, sem sér um ferðina.  Hún hefur bara gott af því að þrífa bústaðinn á mánudaginn.  Þátttaka tilkynnist með email til This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 8239780.

Hrönn Harðardóttir