Á Sævarhöfða er rúmgóð viðgerðaraðstaða og horn fyrir kaffi og spjall. Þar er opið frá kl 18 til 21 á hverju mánudagskvöldi, bæði fyrir Fjallahjólaklúbbinn og Reiðhjólabændur. Þá getur hver sem er komið í heimsókn til okkar, fengið aðstoð og góð ráð við viðgerðir á hjólinu sínu en gerir við sjálfur. Og það er alltaf tími fyrir spjall og jafnvel kaffibolla.

Við ætlum að halda áfram með þriðjudagskvöldferðirnar, en nú verða þær með breyttu sniði.  Við verðum í samstarfi við Reiðhjólabændur, sem hafa lagt af stað í sína hjólatúra á þriðjudögum frá Sævarhöfða 31 kl 19:00.  Við förum frá sama stað, á sama tíma.  Það verður ekki fyrirfram útgefin dagskrá og engir sérstakir fararstjórar.  Þeir sem mæta geta valið hraðari hóp eða hægari, þar sem hraði miðast við 15 km/klst á jafnsléttu.

Fylgist með dagskránni á vef klúbbsins og skráið ykkur á póstlistann til að fá tilkynningar um viðburði. Þeir eru oft skipulagðir með stuttum fyrirvara því við viljum hafa gaman af lífinu og skipuleggjum okkur ekki um of. Skráning á póstlistann er á forsíðunni hjá okkur og einnig má senda okkur póst.

Stjórn Fjallahjólaklúbbsins

Mynd:

  • Aftari röð: Birgir Birgisson og Fjölnir Björgvinsson meðstjórnendur, Geir Harðarson varamaður.
  • Fremri röð: Hrönn Harðardóttir gjaldkeri, Páll Guðjónsson ritari, Þórður Ingþórsson formaður.

Birtist fyrst í Hjólhesturinum 33. árg. 1. tbl. mars. 2024