Helgina 17. - 18. apríl var haldin í Perlunni heljarinnar vöru og þjónustusýning í Perlunni.  Íslenski fjallahjólaklúbburinn lét sig ekki vanta á staðinn og kynnti klúbbinn og einnig vorum við með sjálfboðaliða í því að hjóla með börn í þessum hjólabarnavögnum hring í kringum Perluna og reyndist það ákaflega vinsælt hjá ungu kynslóðinni.  Það er aldrei að vita nema fleira fjölskyldufólk fari að nýta sér þennan valkost í auknum mæli enda ágætt framboð á svona barnavögnum í verslunum þessa dagana.
Sérstaklega viljum við þakka versluninni Hvell fyrir að bjóða okkur að vera með í þessu.  Hvellur var einnig með bás þarna eins og sjá má að kynna reiðhjól og fleira sem er á boðstólunum þar.