Fimmtudaginn 16. febrúar 2023 ætlum við að hafa kynningu á ferðum sumarsins.  Hún verður haldin í húsnæði Fjallahjólaklúbbsins að Brekkustíg 2, 101 Reykjavík og hefst kl 20:00 og síðan verður opið hús til kl 22:00  Viðgerðaaðstaðan opin á neðri hæðinni.

Við ætlum að fara yfir ferðir sumarsins í máli og myndum. Dagskráin verður gefin út og fólk getur merkt við á dagatali sínu. Heitt á könnunni, bakkelsi að maula með. Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Samkvæmt venju kemur Hjólhesturinn, árlegt tímarit Fjallahjólaklúbbsins, út í mars og enn er opið fyrir aðsent efni. Efnið má vera tengt starfsemi klúbbsins eða bara hjólamenningu almennt, hvort sem það eru ferðalög á reiðhjólum eða reynslan af notkun reiðhjólsins í daglegu lífi og sem samgöngutæki. Við látum aðra um að fjalla um keppnissportið.

Endilega sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið eruð með hugmyndir af efni. Skilafrestur er til 15. febrúar.

Það er frábært að hjóla um Höfuðborgarsvæðið. Í tilefni af Samgönguviku 16. - 22. september tengjum við saman sveitarfélögin í þremur hjólalestum sem hjóla frá bæjarskrifstofunum í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi, Seltjarnarnesi, Reykjavík og Mosfellsbæ.

Árnes er í 95 km fjarlægð frá Reykjavík.  Þar er tjaldsvæði, sundlaug og þjóðvegasjoppa.  Þar ætlum við að hjóla helgina 15-17 júlí.  Nema þar verði arfavitlaust veður eða óguðleg rigning, þá förum við kannski til Hvammstanga.  Alla vega.  Takið helgina frá fyrir tjaldferðalag.

Framundan er 3ja daga hjólahelgi.  Gist á tjaldsvæðinu á Hvammstanga eða hver og einn planar sína gistingu.  Aksturstími á Hvammstanga er ca 2.5 klst, um 200 km.

Fyrsta þriðjudagsferðin verður næstkomandi þriðjudag og samkvæmt hefð endar hún í Klúbbhúsinu okkar í Vesturbæ.  Þar verður boðið upp á kaffi og kökur.  Við hittumst við Landsbankann í Mjódd og leggjum af stað þaðan kl 19:30.  Ferðirnar eru styttri og léttari til að byrja með og taka ca 1.5 tíma.  Þegar líður á sumarið lengjast ferðirnar og má þá búast við að þær taki 2-3 tíma.

Aðalfundur ÍFHK var haldinn 7. apríl 2022 eftir frestun vegna Covid takmarkana á samkomum. Gekk hann vel fyrir sig, reksturinn er með ágætum, fjöldi félagsmanna nokkuð stöðugur og hugur í fólki að vera með öfluga starfsemi á árinu.

Síðustu forvöð að nýta nagladekkin. Við ætlum að fara laugardaginn 9 apríl og hjóla Svínadalinn. 40 km á malbiki og góðum malarvegum. Ekki mikil hækkun. En það spáir frosti og snjókomu. Hlýr klæðnaður sem og nagladekk eru nauðsyn.

Þá er komið að okkar árlega pökkunarkvöldi fyrir félagsskírteini og Hjólhestinn okkar, brakandi ferskan úr prentun. Fimmtudaginn 17. mars á Brekkustíg 2, 101 Reykjavík.  Athugið að við byrjum kl 19:00 á pizzuveislu, því er gott að sjá hversu margir koma, endilega merkið "going" á Facebook viðburðinum ef þið mætið í pizzu og gos.

Samkvæmt venju kemur Hjólhesturinn, árlegt tímarit Fjallahjólaklúbbsins, sem kemur út í mars og enn er opið fyrir aðsent efni. Efnið má vera tengt starfsemi klúbbsins eða bara hjólamenningu almennt, hvort sem það eru ferðalög á reiðhjólum eða reynslan af notkun reiðhjólsins í daglegu lífi og sem samgöngutæki. Við látum aðra um að fjalla um keppnissportið.

Endilega sendið póst á This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. ef þið eruð með hugmyndir af efni. Skilafrestur er út febrúar.

Það verður hóflega hjólað en hraustlega tekið til matar og drykkjar.  Heiti potturinn óspart notaður og þeir sem vilja kynna sér innri viði Fjallahjólaklúbbsins eru hvattir til að taka þátt. 

Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins sem auglýstur var haldinn 20. janúar 2022, frestast vegna samkomutakmarkana. Það verður opið hús í staðinn og við auglýsum nýja dagsetningu á aðalfundi þegar takmarkanir breytast, vonandi um miðjan febrúar..

Jafnframt er auglýst eftir framboðum til stjórnar klúbbsins. Þeir sem hyggja á framboð, sendi tilkynningu í netfangið This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Við ætlum að storma til Vestmannaeyja. Þeir geta ekki stoppað okkur öll!

Formleg hjólaferð hefst á laugardaginn 14 ágúst kl 11:00 (þeir sem komast ekki á föstudag geta tekið daginn snemma og náð ferju í tíma) og við munum hjóla upp á Stórhöfða, út í dal, inn í bæ, upp á fjall og kannski kíkja inn í safn. Flestir gista á tjaldsvæðinu, enda mjög góð inniaðstaða þar.

10. ágúst verður lengri kvöldferð, þá hjólum við frá Mjódd upp í Mosfellsbæ í vöfflukaffi heima hjá Geir sem hefur tekið á móti okkur undanfarin ár með miklum myndarskap.  Það verður myrkur á heimleiðinni og því mikilvægt að vera með ljós að framan og aftan og endurskin.  Brottför frá Landsbankanum 19:30.

Við ætlum að fresta opnu húsi og hafa grillpartý föstudaginn 4 júní. Grillið verður klárt kl 19:00 og eftir það getum við sest upp á baðstofuloft, sagt hjóla- og hreystisögur. Pylsur og gos í boði Fjallahjólaklúbbsins en það má taka með sér veigar, ef fólk vill drekka eitthvað annað. Ef einhver á gítar eða önnur hljóðfæri má kippa þeim með. Aldrei að vita nema okkur takist að skapa brekkustemmingu í stiganum upp á loft. Væri ekki svolítið gaman að bregða sér í betri fötin og lyfta Klúbbhúsinu á virðulegra plan. Hjólaföt samt alveg í lagi sko.

Helgina 12.-13. júní verður farið í helgarferð á Snæfellsnes.  Hver og einn velur gistingu, en flestir verða á tjaldsvæðinu.  Einhverjir mæta á föstudagskvöldi, aðrir beint í hjólaferðina á laugardegi.

Á laugardag hjólum við um Berserkjahraun. Lagt af stað frá Stykkishólmi kl 10:00 Leiðin er að mestu á malarvegi og hægt að velja um 40 eða 60 km hjóladag. Í lok dags förum við í sund á Stykkishólmi. Síðan verður kvöldvaka á tjaldsvæðinu, en þar verður gist í tjöldum. Gítarar velkomnir.