Árnes er í 95 km fjarlægð frá Reykjavík.  Þar er tjaldsvæði, sundlaug og þjóðvegasjoppa.  Þar ætlum við að hjóla helgina 15-17 júlí.  Nema þar verði arfavitlaust veður eða óguðleg rigning, þá förum við kannski til Hvammstanga.  Alla vega.  Takið helgina frá fyrir tjaldferðalag.

Föstudagur.  Hittumst á tjaldsvæðinu seinnipartinn, þeir sem vilja geta fengið sér sundsprett, en laugin lokar kl 18:00  Þá ætlum við að fá okkur hamborgara í Árborg sem lokar kl 19:00 og eftir það græjum við okkur í stuttan hjólatúr um nær sveitina.  Innan við 10 km.  Erfiðleikastig 2 af 10.

Á laugardag förum við 16 km leið upp í Laxárdal.  Hækkunin er á bilinu 3-400 metrar en okkar bíða verðlaun að leiðarlokum, Pizzuvagninn verður uppi í fjöllunum frá kl 17:00.  Eftir pizzuát og hvíld er hjólað til baka á tjaldsvæðið.  Erfiðleikastig 5 af 10.

Á sunnudag tökum við pjönkur okkar saman og keyrum 20 km í vesturátt að Ólafsvallakirkju.  Þar hjólum við 15 km  út frá henni.  Erfiðleikastig 3 af 10.

Hjólaleiðirnar þessa helgi eru á góðum malarvegum og malbiki.  Ferðin á laugardag gæti tekið í vegna stöðugrar hækkunar, en hún er ekki löng í kílómetrum og að sjálfsögðu förum við niður brekkur líka.  Þeir sem koma á rafmagnshjólum þurfa að vera viðbúnir lengri pásum, sem er náttúrulega fínt ef það verður sól og blíða.

Þátttaka tilkynnist Hrönn, með email This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í gsm 8239780.  Hver og einn er á eigin vegum, en ef einhvern vantar far er hægt að redda því.  Viðkomandi greiðir þá bílstjóra 3000 krónur fyrir farið fram og til baka.