Venju samkvæmt hefst vinna við árlega tímaritið okkar Hjólhestinn núna í upphafi árs og auglýsum við hér með eftir efni. Það er laust pláss fyrir ýmisskonar pistla, ferðasögur, reynslusögur úr starfi klúbbsins og allskonar. Við látum samt aðra að mestu um að fjalla um keppnissportið.

Það væri t.d. gaman að heyra frá einhverjum sem byrjaði nýlega að nota hjólið sem samgöngutæki og heyra hvað dreif viðkomandi af stað og hver reynslan hefur verið. Það má líka fjalla um ferð með klúbbnum eða aðrar skemmtielgar hjólaferðir.

Skilafrestur á efni er 17. febrúar. Þó væri gott að heyra sem fyrst frá þeim sem eru með efni í undirbúning. Hver síða rúmar 6-700 orð / 3200-3500 slög en minna með myndum. - Það er skemmtilegra að hafa myndir með. Ef textinn er mjög mikill getum við líka birt góðan kafla í blaðinu og síðan haft söguna alla á vef klúbbsins.

Einnig vantar okkur "auglýsingastjóra" eða aðstoð við að afla auglýsinga til að fjármagna blaðið og eru allar ábendingar og aðstoð vel þegin því eins og ávallt er allt starf unnið af sjálfboðaliðum hjá klúbbnum.

Sendið efni á netfang klúbbsins: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.