- Details
- Páll Guðjónsson
Landmannalaugaferð ÍFHK september 1994. agt af stað frá Landmannalaugum.
Það er lítill farangur á hjólunum enda trússbíll með í för og við þurftum aðeins að hafa með nesti og dekkjabætur.

- Details
- Jón Örn Bergsson
Eins og glöggir lesendur muna eftir var fyrri hluti vesturfarar birtur í 1. tbl. 2.
árg. Hjólhestsins. Þar sagði frá för okkar Þórðar Höskuldssonar um Bröttubrekku yfir á Vesturland og Strandir. Þaðan var farið um Norðurland, þar sem við lentum í miklum vetrarhremmingum, þó um hásumar hafi verið.

- Details
- Svala Sigurðardóttir
Síðasta skipulagða hjólreiðaferð Í.F.H.K. 1993, var farin helgina 24 - 26. september. Á dagskránni var að hjóla frá Landmannalaugum til Eldgjár á laugardeginum og síðan áleiðis í bæinn á sunnudeginum. Átta náttúruunnendur af báðum kynjum fóru í ferðina og birtist ferðasaga eins þeirra hér á eftir.
Veðurspáin fyrir helgina var ekki glæsileg, til að byrja með átti að vera rigning og rok en síðan átti að frysta og snjóa, en þar sem þetta var síðasta ferð ársins ákvað ég að skella mér með. Þær upplýsingar um leiðina sem ég hafði fengið frá þeim sem áður höfðu farið þessa leið stönguðust mjög á. Sagt var að árnar sem þyrfti að vaða skiptu tugum, þær væru djúpar og jökulkaldar, brekka tæki við af brekku og allar væru þær mjög brattar. Þetta gat komið heim og saman við það sem í leiðarlýsingu stóð að ferðin reyndi mjög á getu þátttakenda og hluti leiðarinnar væri eins og "brattur stigi".

- Details
- Snævar Sigurðsson
"Þetta er verst fyrst, síðan smá versnar þetta og endar svo loks með ósköpum." Þessi leiðarlýsing er nú ekki til að stappa stálinu í mann til að fara í hálendisferð á gamla fjallahjólinu. Ég hafði aldrei hjólað erfiðari leið en uppi Heiðmörk og þótti nóg um. En eitthvað var það sem dró mig í þessa ferð vitandi það að vaða þurfti jökulár og klífa fjöll.
Samkvæmt ferðalýsingu átti að leggja af stað kl. 9 sunnudaginn 18. júlí 1993. Fara áttí með rútu frá Hvolsvelli upp á hálendið, nánar tiltekið til Hattafells. Þaðan átti að hjóla eftir síðasta hluta "Laugavegarins" þ.e. Emstrur, til Þórsmerkur.

- Details
- Jón Örn og Þórður.
Ísland er draumastaður náttúruunnandans og á síðari árum hefur sá hópur stækkað sem skoðar þessa paradís hjólandi. Því hafa ferðaskipuleggjendur boðið erlendum ferðamönnum ævintýraferðir á hjólum um Ísland. Tilurð þessarar ferðar okkar félaganna var sú að annar okkar hafði tekið að sér fararstjórn í skipulegum ferðum af þessu tagi. Ferðin átti að vera ánægjuleg, fræðandi og í raun eldskírn okkar í langferðum. Leiðarvalið réðist af áður ákveðinni ferðaáætlun skipuleggjandans.
Hinn takmarkaði undirbúningur ferðarinnar vannst á síðustu stundu. Við bjartsýnismennirnir töldum þetta nú ekki mikið mál. Dæmi um skipulagninguna var að hjól annars okkar var í frumeindum sínum kvöldið fyrir brottför. En með þrotlausri vinnu og harðfylgni handlaginna handverksmanna hafðist þetta. Seint að nóttu litu hjólin sæmilega sannfærandi út, þó síðar hafi komið í ljós að margt mátti betur fara.
- Details
- Jón Örn Bergsson
Samvinna hinna ýmsu ferðafélaga er alltaf af hinu góða, í hvaða mynd sem hún birtist. Þetta sannaðist þegar farin var fyrsta „alvöru"-ferðin hjá ÍFHK.
Hún var farin helgina 27.-29. september 1991 í samvinnu við FÍ, þeir voru með rútur & voru þar að auki að fara með göngufólk á sínum vegum inn í Landmannalaugar. Lagt var af stað að kvöldi föstudags kl. 20, ekið sem leið lá austur fyrir fjall og komið í Laugar um miðnætti, Hjólin voru tekin niður af toppnum, 13 að tölu (óhappatala kannski en happaferð engu að síður), farangur var settur inn og lagst til hvíldar því daginn eftir átti að hjóla inn í Eldgjá og fara upp að Ófærufossi.

- Details
- Berglind Steinsdóttir
Fjallahjóla- og gönguferð í Borgarfjörðinn og ofan í Víðgelmi 9.-10. nóvember 1991
Ég keypti mér fjallahjól í sumarlok til að fara á því í skólann. Þannig sá ég fram á að komast fljótar og betur ferða minna en með strætó. Hjólið átti að hafa hagnýtt gildi fyrir mig. Og það dugði. Ekkert var fjær þönkum mínum en að hjóla hlaðin pinklum í snjó víðs fjarri mannabyggðum.