- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
Eftir að hafa selt húsið og bílinn lögðu Larry og Barbara Savage af stað hjólandi í ferðalag umhverfis jörðina. Þau hjóluðu um 37.000km gegnum 25 lönd á tveim árum. Barbara skrifaði einstaklega skemmtilega bók um ævintýrin og hér er þýðing á kynnum þeirra af mannætu öpum í Indlandi og ekki síður hættulegum björnum í norður Ameríku.
- Details
- Páll Guðjónsson
„Hvað,.ert þú enn að hjóla i þessu veðri. Um miðjan vetur?“ „Já já. Það er ekkert að þessu veðri. Ég fór meira að segja í útilegu um síðustu helgi.“ „Nei. heyrðu. Þetta eru nú öfgar. Að ferðast á hjóli í janúar. Varstu ekki alveg að drepast úr kulda? Voruð þið ekki alltaf að fljúga á hausinn? Ekki tjaldaðir þú líka?“
- Details
- Páll Guðjónsson
Eftir að hafa selt húsið og bílinn lögðu Larry og Barbara Savage af stað hjólandi í ferðalag umhverfis jörðina. Þau hjóluðu um 37.000km gegnum 25 lönd á tveim árum. Barbara skrifaði einstaklega skemmtilega bók um ævintýrin. Hér er þýðing á kynnum þeirra af mannætu öpum í Indlandi.
- Details
- Jón Örn Bergsson
Það hefur lengi verið vitað að Ísland er kjörland hjólreiðamannsins; meðalbrekkur og meðalfjöll, meðallangt milli sjoppa, meðalgróðursnautt landslag og að meðaltali mjög magnað veðurfar. Okkur meðaljóninum finnst það allavega. En víst eru margir aðrir góðir staðir og lönd sem eru rakin dæmi um paradís hjólreiðamannsins.
- Details
- Guðbjörg Halldórsdóttir
Svona getur nú verið gaman!
Opinská lýsing ungrar konu af sinni fyrstu ferð með ÍFHK.
Helgina 8. - 10. september 1995 fór ég í mína fyrstu ferð með ÍFHK. Ferðinni var heitið um svokallaða Krakatindaleið, sem liggur að hluta til á Fjallabaksleið Syðri, hjólað skildi frá Landmannalaugum niður á Hellu í tveimur áföngum. Á laugardagsnótt var ætlunin að gista í svokölluðum Dalakofa sem er í einkaeign og klúbburinn hefur fengið að láni gegn vægu gjaldi.
- Details
- Páll Guðjónsson
Landmannalaugaferðin
er ein vinsælasta ferðin okkar, þó hún sé farin um miðjan
september.
Hér eru nokkrar myndir úr ferð ÍFHK 1995.
- Details
- Karl G. Gíslason
Við höfðum ákveðið að fara út á Reykjanes þennan dag, þann 20. júlí. Ég var vaknaður um níuleitið og var tilbúinn um hádegið. Ég (Kalli Scott) og Snorri vorum komnir til Magga skömmu síðar, en eins og venjulega stóðust tímasetningar alls ekki. Það er undarlegt hvað það er hægt að láta aðra bíða eftir sér og í því er Maggi sérfræðingur. Loksins, loksins klukkan fjögur var lagt af stað.
- Details
- Snorri Gylfa
Síðustu vikuna í ágúst síðastliðinn eða sem sagt árið 1994 fór ég, Snorri Gylfason, átta daga ferð um Vestfirði. Ég byrjaði á því að taka rútuna á Stykkishólm og síðan Baldur yfir Breiðafjörð. Ég lagði síðan af stað daginn eftir frá Brjánslæk upp úr hádeginu. Ég hjólaði að Flókalund þar sem ég verslaði í matinn. Síðan hjólaði ég upp Tröllaháls. Eftir að hafa pumpað pedalana í góða stund, stoppaði ég og naut útsýnisins. Hélt ég síðan áfram uns ég kom að afleggjaranum til Bíldudals. Þar stoppaði ég og velti því fyrir mér hvort ég ætti að fara suðurfirðina eða til Ísafjarðar. Eftir smá umhugsun valdi ég Ísafjarðarleiðina.
- Details
- Jón Örn Bergsson
Sumarið 1993 fórum við 3 félagar úr Í.F.H.K. í skemmtiferð um Holtamanna afrétt. Ferðin var farin um Verslunarmannahelgi, en lagt var af stað að kveldi fimmtudags. Eftir stuttan undirbúning, (hvað mig áhrærir), viðgerðir og endurbætur á fáknum, sem og fóðurbirgðasöfnun, var að lokum lagt í 'ann.
Strax kom í ljós sú einfalda regla að betra er að skipta oftar um keðjuna, en eiga það á hættu að slíta tannhjólum. Við vorum vart komnir út úr bænum en fór að bresta og braka í öllu heila klabbinu. Keðjan var ný en tannhjólin gömul og slitin, og því fór sem fór. Þannig dröslaðist ég á drossíunni um Nesjavallarveg og um línuveginn inn á Grafning. Þegar þangað var komið, var farið að skyggja all verulega, en áfram var haldið í strekkings vindi og komið til Þingvalla um hánótt og grautarþykku myrkri. Þar var rifið í sig nestið og lífi komið í loppnar lúkurnar. En ekki var hér við látið sitja, heldur var skriðið aftur upp á reiðmaskínurnar og látið vaða inn í sortann. Áætlaður náttstaður var á Laugarvatnsvöllum, en vegna slæms skyggnis var ákveðið að slá upp tjaldbúðum í grænni lautu (komumst að því daginn eftir) við vegbrúnina í Karhrauni á Lyngdalsheiði.