- Details
- Arnþór Helgason
Undirbúningur
Síðastliðið vor fór Elín, eiginkona mín og stýrimaður á Orminum langa,
að skoða skóla í Newcastle á Norðimbralandi. Fannst okkur hjónum þá
tilvalið að nota tækifærið til þess að hjóla um Skotland og kynnast því
hvernig þar væri umhorfs.
Að sið góðra manna hófum við undirbúning ferðarinnar strax í febrúar. Ég
sendi út fyrirspurn á Alnetinu um það hvernig væri hægt að fá leigt
tveggja manna hjól í Bretlandi. Þá bað ég einnig um upplýsingar um
hjólreiðaleiðir.
- Details
- Alda Jóns og Páll Guðjóns
Ætla ég nú að segja ykkur aðeins frá fjölskylduferð
sem Íslenski Fjallahjólaklúbburinn stóð fyrir á
Nesjavelli í vor og tókst í alla staði frábærlega
þrátt fyrir mjög mikla rigningu fyrri daginn og mótvind
seinni daginn. Það var um 25 manna hópur sem mætti við
Árbæjarsafn upp úr hádeginu á laugardeginum. Fólkið
á aldrinum 13 – 55 ára og einnig voru með 4 börn
frá 16 mánaða til 5 ára í aftaníkerrum og eitt á
tengihjóli.
- Details
- Bára Bryndís Sigmarsdóttir
Frá því að ég var 5 ára, og vinkona mín hafði ýtt mér í 1000 skipti af stað út í óvissuna, niður stutta brekku á hjálpardekkjalausu tvíhjóli og ég fann langþráð jafnvægið, hef ég elskað að hjóla og, að undanskildum fyrstu árunum eftir bílpróf, gert mikið af því.
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Ólafur Rafnar Ólafsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Marty Basch
Hér gefur að líta kafla úr ferðasögu Marty Basch frá New Hampshire í Nýja Englandi, sem hjólaði umhverfis landið sumarið 1996. Hann leggur ekki mikla áherzlu á hjólaþátt ferðarinnar en það er áhugavert að sjá hvernig hann upplifir landið. Hvað vekur athygli hans og hverju hann sleppir. Rétt er að geta þess að hann skrifaði ferðasöguna á fartölvu og birti jafnharðan á Netinu. E.Á.
- Details
- Karl G. Gíslason
- Details
- Arnþór Helgason
Formáli: Arnþór Helgason og Elín Árnadóttir keyptu tveggja manna hjól af tegundinni TREK T-100 árið 1993. Þau hafa lagt land undir fót, hjólað nokkrum sinnum austur í Grímsnes, til Akureyrar og vítt og breitt um Reykjavík og nágrannabyggðir. Þá tóku þau Orminn langa, eins og hjólið er kallað, eitt sinn með sér austur á firði og síðastliðið sumar fóru þau á Orminum vestan af Seltjarnarnesi austur á Stöðvarfjörð, um 670 km leið. Þau Arnþór og Elín eru á fimmtugs aldri og telja að fólki sem er á ömmu og afa-aldrinum leyfist að gista hjá bændum þegar farnar eru langferðir á hjólum. Því njóta þau lúxus-hjólreiða að sumarlagi.
- Details
- Kristján Heiðar J.