- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
Föstudagskvöldið var ekið í skálann í Jökulheimum þar sem hópurinn gisti. Laugardaginn ákvað hópurinn að fara upp að jöklinum og skoða sig um og eru flestar myndirnar teknar þar. Síðan var hjólað áleiðis í átt að Veiðivötnum en vegna rigningar var minna tekið af myndum þar og á sunnudeginum.
- Details
- Páll Guðjónsson
Skagfirska 8an er hjólakeppni í frábæru umhverfi. Hún er ekki haldin af klúbbnum en það er óhætt að segja að félagsmenn ÍFHK og einnig HFR fjölmenntu í keppnina og var fólk almennt mjög ánægt með keppnina. Ekki voru allir að keppa að titli heldur bara að taka þátt í ferðinni og hafa gaman af.
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Björgvin Hilmarsson
Lagt var af stað frá Árbæjarsafni kl 13.30 á laugardeginum og hjólað á Nesjavelli.
Í Nesbúð, þar sem flestar myndirnar voru teknar, var síðan slakað á í pottunum, borðað hressilega og slappað af. Síðan var hjólað til baka í bæinn á sunnudeginum.
- Details
- Páll Guðjónsson
Nú í sumar ætlar Darren Swift að heimsækja Ísland og hjóla meðal annars Kjalveg og áfram alla leið til Raufarhafnar. Ferðin er ekki aðeins honum til ánægu heldur hefur hann verið að safna áheitum og ætlunin er að safna pening fyrir góðgerðarstarfsemi Hearing Dogs for Deaf People, sem starfar í Loewknor,Oxon, Bretlandi.
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
20.- 22. nóvember 1998 var haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur ráðstefna og sýning á umhverfisvænni farkostum. Að sjálfsögðu mættu fulltrúar Íslenska Fjallahjólaklúbbsins og fengu
að setja upp sýningarbás til kynningar á hollasta, ódýrasta og
umhverfisvænsta valkostinum í samgöngumálum nútímans.
- Details
- Jón Örn Bergsson
Það hefur orðið að venju innan klúbbsins að fara n.k. fjölskylduferðir. Ferðir sem eru léttari yfirferðar en aðrar og henta þannig vel bæði byrjendum og fjölskyldufólki. Ein þannig ferð var farin upp í Veiðivötn dagana 21.-23. ágúst og er óhætt að segja að hún hafi heppnast að öllu leiti vel, nema hvað undir lok ferðarinnar gerðist smá óhapp, sem sagt verður frá síðarmeir.