- Details
- Halla Magnúsdóttir
Það var snemma að morgni fimmtudagsins 27. ágúst síðastliðinn sem vaskur 40 manna hópur 8. bekkinga í Norðlingaskóla (17 nemendur) og Kópavogsskóla (23 nemendur) lagði upp í tveggja daga hjólaferð um hálendi Íslands. Hvað Norðlingaskóla varðar var ferðin fyrsti liðurinn í því að innleiða metnaðarfulla útivistaráætlun í öllum árgöngum skólans. Fararstjóri ferðarinnar var Kristín Einarsdóttir sem meðal annars hefur átt veg og vanda að útivistarferðum Smáraskóla undanfarin ár. Rútufyrirtækið Snæland-Grímsson lagði af rausnarskap sínum til rútu, jeppa, kerrur og bílstjóra sem fylgdu krökkunum allan tímann en auk bílstjóranna og Kristínar voru þrír kennarar með í för, tveir frá Norðlingaskóla og einn frá Kópavogsskóla, auk hjálparsveitarmanns sem einnig þjónaði hlutverki hjólaviðgerðarmanns.
- Details
- Páll Guðjónsson
Það var ekið frá Reykjavík föstudagskvöldið 19. júní frá klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 kl 18:00 og Árbæjarsafni kl 19:00. að Fitjum í Skorradal og gist. Á laugardeginum var hjólaður hringurinn í kringum vatnið, farið í sund í Hreppslaug og grillað og leikið um kvöldið. Aftur gist að Fitjum og ekið til baka til Reykjavíkur á sunnudeginum.
Skoðið gallerí með myndum Magnúsar Bergssonar úr ferðinni hér.
- Details
- Páll Guðjónsson
Myndir Magnúsar Bergs úr hinni árlegu ferð klúbbsins á Nesjavelli eru loksins komnar á netið. Þetta er fyrsta ferð sumarsins og er oft fyrsta hjólaferðalag þeirra sem taka þátt, því hún hentar sérstaklega vel nýliðum jafnt sem lengra komnum. Frábært tækifæri til að stíga skrefið í góðum hópi og öðlast reynslu í að ferðast á hjóli og læra um leið af öðrum.
- Details
- Páll Guðjónsson
Eftir gott starf í allt sumar var lokaferð þriðjudagskvöldferðanna stutt. GÁP bauð okkur í glæsilega grillveislu. Búðin var opin og ýmis góð tilboð í boði
þetta kvöld. Þriðjudagsbikarinn var afhentur; í ár var það Hrönn sem hlaut
bikarinn sem Alhliða flutningaþjónustan gaf. Smellið á myndina til að að skoða myndir frá þessu skemmtilega kvöldi.
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Páll Guðjónsson
- Details
- Garðar Erlingsson
Í þriðjudagsferðinni 11/8/2009 var farið kl 19 frá Fjölskyldu
og húsdýragarðinum eins og venjulega í sumar. Stefnan er tekin á Gróttu sem er
náttúrulega alveg himneskt svæði, sérstaklega í góðu veðri eins og
útlit var fyrir þetta kvöld. Að þessu sinni var brugðið útaf vananum og
er ætlunin að skella sér í smá sjósund í leiðinni.
- Details
- Axel Jóhannsson
Hjólakeppni í Noregi? Ert þú búin að skrá þig? Hlynur líka, Kjarri,
Steini, Gísli og Emil frá Arctic trucks? Ætlar þú ekki að skrá þig? Jú,
auðvitað er ég með. Hvenær er þetta? Í ágúst, já, flott! Hvað er þetta
langt? 100 km. Ertu eitthvað verri? Ég hef aldrei hjólað lengra en 20
km í beit og var alveg að...
- Details
- Hrönn Harðardóttir
Það var fríður og föngulegur hópur hjólreiðafólks sem lagði af stað frá Fjölskyldu- og Húsdýragarðinum um kl. 19, þriðjudaginn 4 ágúst. Ekkert okkar vissi hvert förinni var heitið, en við vonuðum að Garðar forystugarpur myndi leiða okkur á vit óvissu og ævintýra. Veðurspáin var rigning, nema hvað og mátti sjá suma svartsýna stoppa hér og þar og klæða sig í regnbuxur. En veðurguðirnir voru með okkur, það ýrði úr loftinu, rétt mátulega mikið til að gróðurinn ilmaði einstaklega vel.
- Details
- Gerti van Hal
Það var árið 1997. Eftir svakalegar gönguferðir um afskektustu svæði skosku hálandanna og finnska Lapplands vildi ég komast að því hvort hjólreiðaferðir væru líka eitthvað fyrir mig. Á ferðaskrifstofu fyrir ævintýraferðir komst ég yfir amatörískan hjólreiðabækling frá Íslandi. Þar las ég um ferðir um hin ósnortnu víðerni hálendisins. Ævintýri! Ótruflaður í vikulöngu ferðalagi í gegnum hrikalegt og einmanalegt landslag, þetta var áfangastaðurinn minn.