Fjallahjólaklúbburinn Fjallahjólaklúbburinn
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Pistlar
    • Pistlar
    • Ferðasögur og myndir
    • Hjólaleiðir
    • Útbúnaður
    • Saga reiðhjólsins á Íslandi
      • I. Inngangur
      • II. Alþjóðlegt baksvið
      • III. Reiðhjólið á Íslandi
      • IV. Samtök hjólreiðamanna
      • V. Reiðhjólið í umferðinni
      • VI. Verslun, viðgerðir og smíði
      • VII. Hjólakeppni
      • VIII. Ferðalög
      • IX. Lokaorð
      • Gamlar ljósmyndir
    • Kveðskapur
  • Dagskrá
    • Höfuðstöðvarnar Sævarhöfða 31
    • Hjólað um höfuðborgarsvæðið
    • Ferðalög ÍFHK
    • Viðburðir annarra
  • Hjólhesturinn
  • Klúbburinn
    • Um okkur
    • Gangið í klúbbinn
    • Umræðan
      • Facebook síða ÍFHK
      • Facebook grúppan
    • Afslættir til félagsmanna
    • Stjórn ÍFHK og nefndir
    • Saga ÍFHK
    • Samþykktir ÍFHK
  • English
Fjallahjólaklúbburinn Fjallahjólaklúbburinn
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Pistlar
    • Pistlar
    • Ferðasögur og myndir
    • Hjólaleiðir
    • Útbúnaður
    • Saga reiðhjólsins á Íslandi
      • I. Inngangur
      • II. Alþjóðlegt baksvið
      • III. Reiðhjólið á Íslandi
      • IV. Samtök hjólreiðamanna
      • V. Reiðhjólið í umferðinni
      • VI. Verslun, viðgerðir og smíði
      • VII. Hjólakeppni
      • VIII. Ferðalög
      • IX. Lokaorð
      • Gamlar ljósmyndir
    • Kveðskapur
  • Dagskrá
    • Höfuðstöðvarnar Sævarhöfða 31
    • Hjólað um höfuðborgarsvæðið
    • Ferðalög ÍFHK
    • Viðburðir annarra
  • Hjólhesturinn
  • Klúbburinn
    • Um okkur
    • Gangið í klúbbinn
    • Umræðan
      • Facebook síða ÍFHK
      • Facebook grúppan
    • Afslættir til félagsmanna
    • Stjórn ÍFHK og nefndir
    • Saga ÍFHK
    • Samþykktir ÍFHK
  • English
Details
Páll Guðjónsson
Páll Guðjónsson
22. ágúst 2010

Berbakt um bæinn - myndir

Hjólað berkakt um bæinnÁ Menningarnótt stóðu Bryndís Þórisdóttir og Morten Lange fyrir fjörugri hjólalest frá Klambratúni og um miðborgina undir yfirskriftinni Berbakt um bæinn.

World Naked Bike Ride hreyfingin stendur fyrir fáklæddum hjólalestum víða um heiminn og þangað má rekja innblásturinn að þessum viðburð þó eitthvað sé nektin minni. Sumir klæddu sig í anda Cycle Chic og komu klæddir flottum fötum, litasamhæfð með hönskum og öllu. Ein hafði sérsaumað grænt öryggisvesti með endurskyni.

Meira …

Details
03. maí 2010

París á evru í sólarhring

8788492 og losa! Búin að kaupa sólarhringsleigukort að Velib’ hjól og París er mín. Svona einfalt er að ferðast um París fyrir 1 evru á dag. Við sannreyndum það mæðgur á ferð okkar um borgina á dögunum. Fyrir þessa einu evru vorum við með afnot af Velib’ hjóli í sólarhring og komumst á einkar ánægjulegan hátt um alla borgina.

Stöðvarnar liggja þétt og við höfðum hvert hjól í 30 mín. í senn. Utan við húsið okkar í hverfi 9 voru 28 m í næstu hjólastöð. Þar biðu þau eftir okkur; u.þ.b. 20 hjól í röð sem við gátum valið á milli. Ég valdi alltaf hjól sem var með heilleg handföng og virtist í góðu standi. Einstaka sinnum mátti sjá hjól með slitna keðju eða laskað að öðru leyti. Hins vegar er líklegt að þau hafi verið fljótlega fjarlægð af starfsmönnum JCDecaux og einkennandi var hversu heilleg flest hjólin voru.

Meira …

Details
Jóhannes Andri Kjartansson
Jóhannes Andri Kjartansson
02. maí 2010

Landmannalaugar - Þórsmörk á fjallahjóli

Jóhannes Andri Kjartansson Síðan ég var unglingur og gekk Laugaveginn svokallaða hefur mig alltaf langað til að hjóla þessa  leið en aldrei látið af því verða fyrr en nýlega. Í september 2008 ákvað ég ásamt tveimur vinnufélögum, þeim Ásmundi og Davíð, að hjóla þessa leið áður en veturinn gengi í garð. Ætlunin var að hjóla í einni lotu þessa 55 km með stuttum stoppum í þeim fjórum skálum sem eru á leiðinni og vonandi ekki vera lengur en 12-14 klst niður í Langadal, Þórsmörk.

Meira …

Details
Stefan Sverrisson
Stefan Sverrisson
01. maí 2010

Hjólaferð frá Ísafirði til Flateyrar og til baka

Stefan Sverrisson Ferðamenn: Stefán Birnir Sverrisson                                              

Dagsetning 29.7.2008

Vegalengd: 50 km

Mesta hæð: 621 m                      

Hjól: Mongoose-fjallahjól með framdempara, leigt á Ísafirði

Meira …

Details
Ormur Arnarson
Ormur Arnarson
20. apríl 2010

Hjólað á Costa Blanca

Ormur Arnarson Costa Blanca strandlengjan hefur löngum verið Íslendingum kunn. Margir hafa farið þangað í sólarlandaferðir til að flatmaga á ströndinni á daginn og djamma á diskótekunum á kvöldin. Flestir fara eflaust á klassíska túristastaði eins og Benidorm en færri hafa e.t.v. kannað baklandið betur.

Meira …

Details
Úrsúla Jünemann
Úrsúla Jünemann
20. apríl 2010

Pabbi minn getur lánað þér + svipmyndir úr hjólaferðum

Úrsúla Jünemann Þegar ég flutti til Íslands frá Þýskalandi árið 1981 var hér á landi ekkert „góðæri“. Ég varð að taka hvaða láglaunastarf sem var í boði enda mállaus á íslensku. Maðurinn minn var að reyna að ljúka námi og vann íhlaupastörf eins og ég. Ég man eftir því þegar við fengum útborgað í fyrsta skipti og við vorum að velta fyrir okkur hvað við ættum að gera við afgangs peningana. Við tókum ákvörðun að kaupa okkur reiðhjól. Það voru gleðistundir þegar við gátum hjólað allra okkar ferðir í staðinn fyrir að ganga eða taka strætó, algjört frelsi.

Meira …

Details
Hrönn Harðardóttir
Hrönn Harðardóttir
03. desember 2009

Haust óvissuferð með Fjallahjólaklúbbnum

Hrönn og SesseljaEr ekki haustið tíminn til að skríða upp í sófa með kakó, teppi og góða bók?  Vissulega en það er líka góður tími til að pakka niður nesti og regngallanum og fara út að hjóla.  Haustlitirnir eru ægifagrir um þessar mundir og náttúran skartar sínu fegursta.  Ég valdi því óvissuhaustferð Fjallahjólaklúbbsins fram yfir sófalegu helgina 12.-13. september.  Ég vissi að hjóla ætti u.þ.b. 40 kílómetra í svefnstað og til baka, að gista ætti á svefnlofti og að svefnpokanum og farangrinum yrði ekið í skála. Það eina sem ég þurfti að taka með var nesti fyrir daginn, hlý föt, regnföt, pumpu og bætur auk viðgerðasetts.

Meira …

Details
Halla Magnúsdóttir
Halla Magnúsdóttir
04. nóvember 2009

Kjaransbraut

Það var um verslunarmannahelgina 2008 sem undirrituð ásamt eiginmanni, 14 ára syni og fjögurra manna vinafjölskyldu okkar, fórum í ferðalag um Vestfirði og ákváðum að taka hjólin okkar með. Við höfðum hjólað talsvert mikið saman þetta sumar en nú var komið að því að nema ný hjólalönd og finna skemmtilega spotta á Vestfjörðum til að hjóla. Segir þó  fátt af hjólreiðum okkar fyrr en við komum í Dýrafjörð og komið var að annarri eða þriðju gistinótt í ferðinni en þá ákváðum við að tjalda í botni fjarðarins við Botnsá.

Meira …

Details
Örlygur Steinn Sigurjónsson
Örlygur Steinn Sigurjónsson
04. nóvember 2009

Pínulítið skömmustulegir, einkum þó ég

Ég fann hvernig tárin hrukku af hvörmunum og vindurinn gnauðaði fyrir eyrunum á 45 km hraða niður af Herðubreiðarhálsinum. Sumri var tekið að halla og síðustu gönguhrólfarnir víðast hvar að renna út af hálendisbrúninni þetta árið. En hér var ég á fleygiferð á fjallahjóli ásamt þrjátíu 9. bekkingum úr Smáraskóla, í blábyrjun september 2009.

Meira …

Details
Ómar Einarsson
Ómar Einarsson
04. nóvember 2009

Laugarvatnshjólreið 17. júní 2009

Ég vildi gjarnan deila með áhugafólki um hjólreiðar, ferð sem við fjölskyldan og tveir vinir fórum í sumar frá Reykjavík til Laugarvatns. Þetta er mjög létt og skemmtileg leið. Við höfðum ákveðið að leggja af stað í þessa ferð þann 16. júní. Þegar vika var til stefnu bentu veðurspár til þess að þennan dag yrðu 15-17 metrar á sekúndu og þó ég sé nokkuð vanur hjólreiðamaður finnst mér ekki gaman að hjóla í miklum vindi. Vegna veðurfars á Íslandi er oft gott að vera með plan B. Í okkar tilfelli breyttum við dagsetningunni í 17. júní og var því ferðin enn hátíðlegri en ella. Allir voru orðnir mjög spenntir og veðurspáin var frábær; logn og sól!!

Meira …

Síða 11 af 21

  • 6
  • 7
  • 8
  • 9
  • 10
  • 11
  • 12
  • 13
  • 14
  • 15

Fjallahjólaklúbburinn
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691

Vafrakökur og persónuvernd

Vefur unninn af Hugríki.is.