Framkvæmdir í Reykjavík

Eitthvað vafðist fyrir mér hvernig stóð á því að ríkið borgaði nýju göngu og hjólabrúna yfir Kringlumýrarbraut þegar síðasti Hjólhestur var ritaður en Ingibjörg Sólrún útskýrði það í grein til Morgunblaðsins 22.des 1995. „Vegagerð ríkissins og Alþingi hafa fallist á þann skilning að göngubrýr yfir og undirgöng undir stofnbrautir eigi rétt á framlögum af vegaáætlun ríkisins rétt eins og önnur mikilvæg samgöngumannvirki.

Brúin yfir Kringlumýrarbraut er fyrsta brúin sem byggð er eftir að sá skilningur fékkst staðfestur. Fleiri slík mannvirki hljóta og verða að koma í kjölfarið. Inn á samþykktri vegaáætlun er gert ráð fyrir að á næsta ári (1996) verði gerð göngubrú yfir Miklubraut til móts við Rauðagerði og gerður hefur verið þríhliða samningur milli borgarinnar, Vegagerðar ríkisins og Eimskipafélagssins um að Eimskipafélagið fjármagni gerð göngubrúar yfir Kringlumýrarbraut til móts við Kirkjutúnssvæðið árið 1997 en að hún verði í fyllingu tímans fjármögnuð af vegaáætlun.“

Einnig sagði hún: „Spá mín er að útivist og hjólreiðar í borginni muni aukast til muna með þessu eina mannvirki og það muni þannig hafa veruleg áhrif á lífsstíl margra borgarbúa. Brúin yfir Kringlumýrarbraut er liður í þeirri stefnumörkun borgaryfirvalda að bæta aðstæður hinna „mjúku“ vegfarenda í borginni. Á síðasta ári var markvisst hafist handa við að hrinda þessari stefnu í framkvæmd í samvinnu við félög fatlaðra og hjólreiðamenn í borginni." Og um endurbætur fyrir fatlaða og hjólreiðamenn: „Nú begar framkvæmdum er lokið liggur fyrir að unnið hefur verið að endurbótum á 50 stöðum í borginni og 300 gangstéttarbrúnir og kantar hafa verið lagfærðir.“

Ekki virðist alveg búið að ákveða framkvæmdir í málum fatlaðra og hjólreiðamanna á þessu ári í fjárhagsáætlun 1996 og alltaf viss hætta á að góðar fyrirætlanir lendi undir niðurskurðarhnífnum á síðustu stundu. Þó er gert ráð fyrir lagningu göngustígs úr Grafarvogi inn í Elliðaárdal svo gangandi og hjólandi íbúar Grafarvogs komist að og frá hverfinu án þess að fara yfir miklar umferðargötur. Áfram verði unnið við lagfæringar af svipuðum krafti og síðasta sumar og borgaryfirvöld berjast við að bjarga brúnni eða göngunum, yfir eða undir Miklubraut til móts við Rauðagerði frá niðurskurðarhníf ríkisins en sú framkvæmd er á áætlun ársins.

„Að klípa í rassinn á Magga er eins og að reyna að klípa í grjót“ sagði Guðrún um formann ÍFHK og virðist ekki vera hægt að telja hann til "mjúku" vegfarendanna hennar Ingibjargar Sólrúnar.

Páll Guðjónsson.Heildartekjur Reykjavíkurborgar eru 17.3 milljarðar.
Tekjuskattur einstaklinga til ríkisins er áætlaður 17.3 milljarðar 1996
Heildarskatttekjur ríkisins af bifreiðum voru 18 milljarðar 1995 og áætlaðar 19.3 milljarðar 1996.
(Mbl. samantekt PG)Dómur Hæstaréttar

25. janúar 1996 sýknaði hæstiréttur Reykjavíkurborg af kröfu 29 ára gamals manns um bætur vegna meiðsla og miska sam hann hafði orðið fyrir við það að hjóla á skarpa brún á vegi þar sem malbik hafði verið fræst af.

Slysið varð í júní 1993 þegar maðurinn var á ferð suður Ármúla og að hjóla imi á Háaleitisbraut. Hann lenti á 5 sm háum kanti í malbikinu sem myndast hafði þegar gamalt malbik var fræst niður áður en malbikað var að nýju. Engin viðvörunarmcrki, þar sem varað var við hættu vegna fræsingarinnar, voru á vettvangi. Maðurinn féll í götuna, slasaðist í andliti auk þess sem hjólið stór skemmdist.

Hann krafðist bóta vegna 131 þús. kr. kostnaðar við læknis og tannlæknisþjónustu auk miskabóta þar sem tjónið mætti rekja til handvammar og vanrækslu Reykjavíkurborgar sem beri að haga verki sínu og eftirliti þannig að vegfarendum stafi ekki hætta af.

Bæði héraðsdómur og hæstiréttur sýknuðu borgina á þeim forsendum að búið hafi verið að fræsa þá akgrein Ármúlans sem maðurinn hjólaði, þar hafi yfirborð vegar verið hrjúft og því hefði manninum verið ljóst að búið væri að raska veginum á þessu svæði. Sú brún sem myndaðist við fræsingu malbiksins og augljóslega komi fram á myndum gæti ekki hafa dulist manninum hefði hann sýnt þá almennu varkárni sem krafist sé af vegfarendum.

Slysið var því rakið til aðgæsluleysis mannsins. Hæstiréttur gerði manninum að greiða borginni og tryggingarfélagi hennar 25 þús. kr. hvoru í málskostnað.
(Stytt úr Mbl. 26. jan. 96. PG)
 


 

Á framandi slóðum

Nú eru komnir út sumarbæklingar ferðaskrifstofanna og það var tvennt sem vakti athygli mína. Annað var að nú er ekki bara boðið upp á flug og bíl heldur líka flug og hjól:

„Reiðhjólagarpar eiga um margt að velja í Skotlandi, hjólaferðir um kyrrláta sveitavegi og eftir merktum reiðhjólaleiðum...Leiðirnar liggja um fegurstu héruð Skotlands og hvarvetna er stutt í gistingu, hvort sem er í krám, gistiheimilum eða á tjaldstæðum“. Luxemborg „er kjör land þeirra sem langar til að ferðast á reiðhjóli í sumarleyfínu. Geta menn ýmist leigt sér hjól, verið einir á ferð og ráðið sínum tíma sjálfir, eða tekið þátt í skipulegum hjólreiðaferðum þar sem séð er fyrir öllu“.

Hljómar mjög spennandi en hitt sem vakti athygli mína voru ráðin sem grandalausum íslenskum ökuniðingum, alls óvönum eftirliti og viðurlögum við umferðarlagabrotum, fengu: „Skylt er að nota bílbelti. Börn undir þriggja ára aldri eiga að vera í sérstökum barnabílstólum. Mjög strangt er tekið á ölvunarakstri. Menn geta hvar sem er, í þéttbýli eða upp til sveita, reiknað með því að vegalögregla sé á varðbergi og stöðvi þá sem brjóta af sér... Smá yfirsjónir geta varðað sektum á staðnum. -Sérstakt tillit skal taka til hjólreiðafólks.“  Já það veitir ekki af góðum ráðum þegar ferðast er um framandi menningarsvæði eins og Evrópu og Bandaríkin.
(Út í heim. samantekt. PG)
 


 

Jákvæðar og neikvæðar framkvæmdir.

Gatnamálastjóri hefur fallist á að ryðja snjó af syðri gangstéttinni meðfram Miklubraut og upp í Mjódd fyrir kl. 8:00 á morgnana. Þetta ætti að gera mörgum auðveldara fyrir yfir vetrarmánuðina. Hjólreiðafólk er hvatt til að láta vita ef einhver misbrestur verður á þessum snjómokstri.

Næsla sumar mun Reykjavíkurborg bæta við göngu- og hjólreiðastígakerfið. Stærsta framkvæmdin mun verða að tengja Grafarvogshverfið við Reykjavík. Mun hann liggja á svipuðum slóðum og sá stígur sem ruddur hefur verið af starfsmönnum Björgunar hf. Auk þess mun hann liggja undir Gullinbrú svo að ekki mun vera lengur þörf á því að fara yfir þá hraðbraut sem um hana liggur. Þetta er langbráður draumur og löngu tímabær, því segja má að Grafarvogurinn    hafi verið stígasambandslaus við umhverfi sitt frá upphafi.

Á sama tíma og þetta er skrifað er eitthvað samvinnufyrirtæki með ríkisábyrgð upp á vasann að safna undirskriftum embættismanna erlendra lánastofnana. Það stendur nefnilega til að hefja gangnagröft undir Hvalfjörðinn fyrir 4.500.000.000 króna. Sem betur fer varð þetta ekki brú sem hefði orðið hrikalegt umhverfisslys, enda fer bílaumferðinni best að vera neðanjarðar.

Göngin munu skapa einhverjum atvinnu við að riðlast á stórvirkum vinnuvélum næstu 3 árin. Eftir það munu um 40 manns missa vinnuna sem ferjusiglingar Akraborgarinnar hafa skapað, auk þess sem búast má við að Botnskáli, Þrymill og/eða Ferstikla leggi upp laupana.

En hvað kemur þetta hjólreiðafólki við? Það er nefnilega svo að Akraborgin hefur verið einskonar bjargvættur hjólreiðamanna sem hafa viljað koma sér út úr Reykjavík án þess að leggja sig í bráða lífshættu. Þegar fréttir koma af því að bílar keyri á kyrrstæða lögreglubíla með blá blikkandi ljós aðeins vegna þess að viðkomandi ökumaður hafi ekki tekið eftir honum. Þá verður manni ljóst að hjólreiðamaður væri líklega betur settur á jarðsprengjusvæði. Á meðan sveitarfélög, Alþingi og Vegagerð Ríkisins geta ekki komið sér saman um að leggja hjólreiða- og göngustíga milli þéttbýlla svæða, svo ekki sé minnst á stórhöfuðborgarsvæðið, þá er mikill missir af samgöngutæki eins og Akraborg.

Magnús Bergsson 

Hjólreiðar bannaðar


18. janúar síðastliðinn voru fulltrúar Landssamtaka Hjólreiðamanna, Íslenska Fjallahjólaklúbbsins og Hjólreiðafélags Reykjavíkur boðaðir á fund hjá gatnamáladeild borgarinnar þar sem Laugavegssamtökin (samtök kaupmanna við Laugaveg) vildu banna umferð hjólandi fólks á gangstéttum við Laugaveginn.

Þótti okkur þessi samkoma fremur undarleg þar sem vandamálið við Laugaveginn eru tæplega hjólreiðamenn heldur fyrst og fremst hættuleg og sóðaleg bílaumferð. Kom fljótlega í ljós á fundinum að ekki átti að semja, heldur voru Kaupmannasamtökin aðeins að segja okkur að Reykjavíkurborg ætti að setja upp skilti sem banna hjólreiðar á gangstéttum við Laugaveginn. Reynt var að koma fulltrúum kaupmanna í skilning um það að varla væm þetta margir hjólreiðamenn sem hjóluðu dauðakeyrslu upp og niður gangstéttarnar. Fulltrúi lögreglunnar sagði þó að þarna væri um fjölda manns að ræða.

Ekki fengust samtökin til að skilja að hjólaumferð ætti ekki samleið með bílaumferð og að þau skipti sem t.d. undirritaður færi upp á gangstéttir væri vegna þess að hann væri þvingaður til þess af fyrirferðamiklum bílum. Fulltrúi kaupmanna sagðist vera „hjólreiðamaður“ og kaupmaður sem berðist um líf sitt gagnvart Kringlunni. Lýsti hann fjálglega brjálæðingi á reiðhjóli sem hefði hérumbil drepið sig á gangstéttinni.

Á fundinum mátti ekki ræða möguleika á hjólreiðastíg eftir Laugaveginum þar sem við það myndu tapast 30 til 50 bílastæði, þó svo það væri farsælasta lausnin fyrir alla. Íslendingar hefðu kosið einkabílinn sem sitt farartæki og ættu hjólreiðamenn að hjóla eftir næsta bíl og halda sig við þá hægu umferð sem við Laugaveginn ætti að vera.

Í lögfræðiáliti sem gert var vegna þessa máls kom fram að auðvelt er að setja ýmiskonar boð og bönn gagnvart hjólreiðafólki þess efnis að hjólreiðafólk á að víkja fyrir allri annarri umferð, þ.e.a.s. gangandi og akandi. Samkvæmt því eigum við hjólandi að skrönglast í útblæstri næsta bíls niður eftir Laugaveginum á þeim hraða sem rúnturum þessa lands hentar hverju sinni. Þetta er vægast sagt óþolandi þar sem yfirleitt er hjólreiðafólk ekki að sýna sig og sjá aðra eins og bílafólkið á Laugaveginum, heldur fyrst og fremst að sinna erindum. Undir eðlilegum kringumstæðum hefði þetta aldrei orðið nokkurt mál ef samtök kaupmanna hefðu sýnt af sér einhvern þroska í umhverfismálum og óskað eftir hjólreiðastíg eða hreinlega breytt Laugaveginum í vistvæna göngugötu eins og tvímælalaust hefði orðið ofan á í öðrum löndum.

Þó að bíllinn hafí drepið tvo og brytjað útlimi fjölda fólks á Laugaveginum á seinastliðnum áram þá er það staðreynd að einhvernvegin lítur almenningur svo á að reiðhjólið sé mun skaðlegra farartæki en bíllinn á þessum stað. Þeir sem vinna að þessu máli innan klúbbsins hvetja klúbbmeðlimi að sýna gangandi vegfarendum tillitsemi á gangstéttum því
 
það er gersamlega óþolandi að þurfa að eyða krafti og tíma klúbbsins í aðgerðir af þessu tagi þegar klúbburinn þarf að reyna ná fram jákvæðri ímynd hjóleiðafólks.

Þegar þetta er skrifað ætlar borgin ekki að setja upp skilti sem banna hjólreiðar á gangstéttum eins og kaupmenn kröfðust, heldur gefa út bækling þar sem útskýra á rétt hvers og eins samkvæmt umferðalögum. En þar sem kaupmenn við Laugaveg hafa engan áhuga á því að eiga viðskipti við hjólreiðafólk er það hvatt til að versla ekki við kaupmenn á Laugaveginum fyrr en þeir hafa breytt sinni stefnu. Höfum svo eitt að leiðarljósi, förum eftir lögum þó þau séu óréttlát, því það er og verður okkar hagur til lengri tíma litið.
Magnús Bergsson3.000.000 km eknir
Baldvin    Baldvinsson yfirverkfræðingur umferðardeildar borgarinnar segir að þau fái um 2000 símhringingar frá borgarbúum á ári með margskonar ábendingum, hugmyndum og kvörtunum. Deildin safni ýmiskonar upplýsingum og kom fram að í Reykjavík eru farnar 485 þúsund bílferðir árlega og eknir 2.5 til 3 milljónir kílómetra. Er um 90% þessa aksturs á einkabílum. (Mbl. 6. sept. 95 - samantekt PG.)


Birtist fyrst í Hjólhestinum 1. tbl. 5. árg. febrúar 1996.