Kvöld í menningarmiðstöð hjólreiðamanna

 mvc-001s.gif





Eins og vanalega mætti fólk á öllum aldri og báðum kynjum

 


Það var mikið spjallað að vana en ekki fékk allt grín sömu viðtökur.

 

Jón gramsaði í bókasafninu og flétti í blöðunum en Alda fékk sér kaffi.

 


(28K)

Jón setti síðan upp englasvip þegar Benni leit inn smá stund með besta vininn
sem horfði öfundarfullum augum á eftir kexi ofan í Sigga.

 




Ekki var síður fjölmenni frammi í viðgerðaraðstöðunni okkar…

 

…þar sem sumir spjölluðu meðan aðrir dyttuðu að hjólunum sínum eða annarra.

 

Þórður aðstoðaði Jonna við að auka loftþrýstinginn á demparanum á hjólinu sínu…

 

…meðan Jói græjaði til bremsurnar á betra hjólinu sínu. Magnús Bergsson hafði auga með öllu…

 

…en smalaði síðan fólki inn í salinn og sýndi fyrst myndir úr ferð með klúbbnum.
Alda enn í kaffinu og Ólafur Rafnar segir sína skoðun.
Síðan sýndi Maggi fleiri myndir frá danmörku þar sem sjá mátti vel hannaða hjólastíga…

 

…og reinar fyrir reiðhjól sem eru hluti af stígakerfi sem lyggur um allt… Já, íslendingar eru greinilega langt á eftir var niðurstaðan hjá þeim sem sátu fram eftir kvöldi og spjölluðu.

 







Þegar haldið var heim á leið mátti sjá vetrargræjur, eins og eyrnarhlífarnar sem Stebbi er með á hjálminum sínum, mengunargrímuna hans Jóns Arnar og ekkert vantar á hjólið hans Gísla rakara…

 







...nagladekk, bretti, drullusokkur, öflug ljós og lukkutröll. Allt sem þarf yfir vetrartímann fyrir mann sem hjólar í og úr vinnu ofan úr Grafarvog inn í miðja Reykjavík í flestum veðrum.


Myndirnar voru teknar 20 nóvember 1997 í gamla klúbbhúsinu okkar Austurbugt 3 við Reykjavíkurhöfn. Í dag erum við flutt á Brekkustíg 2 og höfum sem fyrr opið hús öll fimmtudagskvöld, þar sem allir eru velkomnir.

© ÍFHK. Myndir og texti Páll Guðjónsson. Tekið á Sony Mavica stafræna myndavél.