Helgina 14.-15. júní mun ÍFHK standa fyrir hjólaferð um Snæfellsnes.

Gist verður á Stykkishólmi, fólk finnur sér sjálft gistingu inni eða nýtir ágætis tjaldstæði bæjarins.

Fyrirkomulag:

Laugardagur: Berserkjahraun

Lagt af stað hjólandi frá Stykkishólmi kl. 10. Hjólaður Helgafellsveitarvegur áleiðis í Bjarnarhöfn. Hákarlasafnið skoðað og nestishlé. Þaðan hjólað í Hraunsfjörð og um Berserkjahraun og nestishlé. Þaðan hjólað um Stykkishólmsveg heim í bækistöðvar. Vegalengd: 60 km.

Um kvöldið verður farið út að borða á Stykkishólmi.

 

Sunnudagur: Rauðhálshraun

Lagt af stað akandi með allt okkar hafurtask kl. 10 og ökum 65 km leið austur í Rauðhálsahraun. Hjólum suður um Rauðháls og norður með Haffjarðará og nestishlé við Rauðamelsölkeldu. Þaðan hjólað um Gerðuberg og til baka að bílum. Vegalengd 35 km.  Komið við á einhverri vegasjoppu og snæddur hamborgari samkvæmt hefðinni eftir vel heppnaða hjólaferð.

Skráning og nánari upplýsingar hjá Örlygi Sigurjónssyni: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Sjá einnig viðburð á Facebook