Ferdaáætlun:

Laugardagur: Gert er ráð fyrir að fólk komi sér sjálft að Indriðastöðum sem er við suðvesturhorn Skorradalsvatns. Mæting kl 10:15. Lagt er til að fólk reyni að sameinast í bíla. Nánari leiðarlýsing um hvar við hittumst verður gefin síðar. Um 90km er að Indriðastöðum frá Reykjavík.
Hjólað verður af stað kl 11:00.


Hjólað er um 40km leið rangsælis í kringum Skorradalsvatn í faðmi skóglendis og fagrar náttúru. Leiðin með sunnanverðu vatninu er gróf að hluta og alveg við vatnsborðið. Fara þarf eftir sandfjöru og eftir moldarvegi að hluta. Mögulega þarf að ganga smá hluta af þessari leið ef það hefur rignt mikið á moldarslóðann eða ef sandurinn er mjög þurr. Gert er ráð fyrir að stoppa við austurenda vatnsins við Fitjar og mögulega að skoða kirkjuna sem þar er (byggð 1896-97). Þaðan er hjólað áfram í vestur eftir mjög greiðum sumarbústaðavegi á möl að mestu en malbiki seinni hluta leiðar.

Eftir létta næringu við Indriðastaði er stefnt á að fara saman hjólandi 5km leið í Hreppslaug ef framkvæmdir við hana verður lokið en annars í heita potta við gistihús Indriðastaða. Um kvöldið er gert ráð fyrir að við borðum saman, hver og einn kemur með sitt kjöt eða annað til að grilla en meðlæti og eftirréttur verður sameiginlegur, útbúinn af skipuleggjendum ferðarinnar.

Gist er í litlum húsum, í hverju húsi er svefnaðstaða í tveimur herbergjum fyrir samtals 4. Í öðru herberginu er tvíbreitt rúm og í hinu eru kojur. Húsin eru fjögur á svæðinu.

Sunnudagur: Hafragrautur í morgunverð er sameiginlegur. Nesti fyrir sunnudag kemur hver og einn með. Ákvörðun um hvert og hversu langt verður hjólað á sunnudeginum fer eftir veðri, vindum og hvað hópurinn vill gera. Þrjár tillögur eru lagðar fram:

 1. að hjóla réttsælis í kringum Skorradalsvatn,
 2. hjóla með Skorradalsvatni og upp Dragann inn í Grafardal og til baka, eða
 3. hjóla um sveitina 25km leið í vestur niður veg 507 að Andakíl og til baka eftir veg 508 að Indriðastöðum.


Skráning og þátttökugjald:

Hámarksfjōldi 16 manns
Skráning á netfangið: This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.
Þátttökugjald 3.500.-/mann greiðist inn á reikning Fjallahjólaklúbbsins
Reikning: 0515-26-600691 kt: 600691-1399 í síðasta lagi 31.maí og staðfesting um greiðslu send á netfang This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Útbúnadarlisti:

 • Reiðhjól :-)
 • Auka slanga og verkfæri til að skipta um slöngu
 • Pumpa
 • Sjúkrabúnaður (nokkrir geta sameinast um slíkt)
 • Hjólaföt
 • Kvöldklæðnað
 • Sundföt og handklæði
 • Nesti fyrir hjólaferð á laugardegi. Gert er ráð fyrir 1 góðu nestistoppi á Fitjum en látum þó
 • veður ráða hvort við stoppum styttra en oftar.
 • Kjöt eða annað á grillið á laugardagskvöldi og drykkjarföng.
 • Nesti fyrir hjólaferð á sunnudegi.
 • Rúmföt

Umsjónaraðilar eru: Sif Gylfadóttir og Árni Bergsson