P6180066.jpg Þann 18. júní s.l. var haldin hjólreiðadagur í Reykjavík í samvinnu Fjallahjólaklúbbsins, ÍBR og VÍS. Þarna var boðið uppá ýmsar þrautir og hjólatúr og einnig var þarna kynning á ýmsum búnaði tengdum hjólreiðum. Þarna mætti dágóður slatti af fólki á öllum aldri. Byrjað var á að fara hring í Laugardalnum og allir fengu Sprite og Prince og þau sem voru heppin unnu hjálma og húfur. Síðan kom á daginn að það, að fara bara hring í Laugardalnum var alls ekki nóg fyrir hjólaþyrsta hjólafíkla svo ákveðið var að fara upp í Elliðaárdal og bjuggumst við nú við að aðeins þeir allra hörðustu myndu fara en, það stormaði öll hersingin upp eftir og alla leið upp að stíflunni og þar yfir og svo sömu leið til baka. Það hellirigndi á okkur, nema hvað (annað hefði nú verið ósanngjarnt), en það var logn. Þegar við komum aftur í Laugardalinn fengu allir hressingu og eftir tískusýningu lauk svo þessum ágæta degi.

Þessa skemmtilegu svipmynd frá hjóladeginum sendi Hjördis hjólagarpur heimasíðunni.