Fimmtudaginn 8. des. verður kynning í klúbbhúsinu Brekkustíg 2 á ljósum, t.d. nýju ljósi Urban 500 fra Light and Motion sem er ótrúlega öflugt miðað við verð. Allir áhugamenn eru hvattir til að mæta því að alvöru ljós þurfa alls ekki að kosta mjög mikið.

Nánar hér: http://www.bikelights.com/urban500.html

Húsið opnar kl. 20:00

Í næstu viku er svo fyrirhugað aðventukvöld í klúbbhúsinu. Nánar um það seinna en takið frá fimmtudaginn 15. des.

Kveðja,
Húsnefnd