Núna er tími til að njóta fagurra haustlita í góðum félagsskap.  Hjóluð verður Nesjavallaleið yfir að Þingvallavatni, niður Grafninginn, framhjá Þingvallavatni, Úlfljótsvatni og að Álftavatni, þar sem gist verður í góðum bústað.  Uppábúin rúm, heitur pottur, hægt að róa út á vatnið, grill og kósíheit. 

Möguleiki á að dóti verði skutlað, en það þarf ekki mikinn farangur með, tannbursta, sundföt, lítið handklæði, nesti til 2ja daga, eitthvað á grillið og drykkjarföng.  Við munum koma við á Hótel Hengli og fá okkur kakó eða snarl.

Fólk þarf að vera í góðu hjólaformi og vant ferðalögum á reiðhjóli.  Það er haust og það má búast við alls konar veðri og ferðatíminn dragist á langinn.  Svo má vera að einhverjar brekkur verði á leiðinni, það getur blásið aðeins á okkur, jafnvel rignt.  Kannski snjóað.  Ef það verður hálka á spákortum gæti þurft nagladekk.  Þetta eru u.þ.b. 65 km frá Reykjavík að Álftavatni, þar af 20 km á þokkalegum malarvegi.

Kostnaður fer eftir þáttökufjölda, en verður hámark 2.000 kr á mann.

Upplýsingar og skráning hjá This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. eða í síma 823-9780.  Brottfarartími og nákvæm hjólaleið verður gefin út þegar nær dregur.

Bestu kveðjur,
Ferðanefnd