Kæru félagar. Þá er komið að formlegri lokaferð þriðjudagshjólreiðanna. Við hittumst við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn kl. 19 nk. þriðjudag og hjólum saman yfir götuna yfir til GÁP sem býður okkur í glæsilega grillveislu. Búðin verður opin og aldrei að vita nema einhver góð tilboð séu í boði þetta kvöld. Allir sem hafa komið með í ferðir sumarsins - sem og þeir sem alltaf ætluðu að koma og allir hinir líka, eru hjartanlega velkomnir með okkur í veisluna.

Þriðjudagsbikarinn verður afhentur; í fyrra var það Edda - í ár verður spennandi að sjá hvort það verður Hrönn eða Ásgeir eða einhver annar sem hlýtur bikarinn. Alhliða flutningaþjónustan er gefandi hans

Hér eru nokkrar myndir sem Árni Davíðsson tók í þriðjudagsferð í sumar þegar hjólður var hringur um Kópavog.