Næsta þriðjudagsferð Fjallahjólaklúbbsins verður óvissuferð undir leiðsögn Fjölnis formanns. Enginn veit hvað verður, allir eru hvattir til þátttöku og jafnframt skorum við á þá sem þora; að koma með eitthvað óvænt innlegg í ferðina!! Bland í poka - syngja einsöng á völdum stað, koma með jólaseríu á hjólinu sínu eða hvað eina sem fólki dettur í hug og lífgar uppá tilveruna. Þó manni detti ekkert í hug, þá er maður líka velkominn:-)
Lagt af stað frá Fjölskyldu- og húsdýragarðinum kl. 19.