ifhk-tr.gifNæstkomandi fimmtudag 9/7 verður afmæliskaffi í klúbbhúsinu. Fjallahjólaklúbburinn er orðinn tvítugur og er því samkvæmt lögum bæði sjálf og fjárráða. Borðin munu svigna undan glæsilegum kaffiveitingum og er það von okkar að sem flestir sjái sér fært að mæta. Að vanda verður létt stemning í loftinu og er þetta gullið tækifæri fyrir alla klúbbfélaga hittast og kannski þá sérstaklega að hitta stofnfélagana. Að öllum líkindum verða sagðar nokkrar mis vafasamar ferðasögur og er ég illa svikinn ef ákveðnir aðilar ausa ekki úr sínum ótæmandi viskubrunni. Þetta verður bara gaman !