Þriðjudagskvöldferð Það er ánægjulegt að upplifa gróskuna í starfi klúbbsins og oft í viku er eitthvað að gerast á vegum hans.
Þriðjudagsferðirnar hófust í bongóblíðu og með góðri mætingu við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Reykjavík í gærkvöldi. Það voru hátt í 30 manns sem hámuðu í sig nýbakaðar vöfflur í klúbbhúsinu eftir að hafa hjólað Fossvoginn vestur í bæ.
Næsta þriðjudag verður lagt upp frá sama stað á sama tíma; kl. 19 og farinn Breiðholtshringur og síðan halda ferðirnar áfram vikulega fram á haust.