Hjólað um hálendiðÞess má geta að allir viðburðir í mars eru ókeypis og öllum opnir.
Hjá mörgum liggur hjólið í dvala í skammdeginu en nú er vorið á næsta leiti og sólin hækkar á lofti.  Því er tímabært að dusta rykið af hjólinu og kanna loftþrýstinginn í dekkjunum. Má sjá glögg merki á götum og stígum að æ fleiri hjóla allt árið um kring og láta ekki snjó eða kulda slá sig út af laginu enda eru hjólreiðar mögulegar allt árið með réttum búnaði og jákvæðum huga.

Alla fimmtudaga í mars verður opið hús á Brekkustígnum kl. 20:00-22:00. Þrír sérstakir viðburðir verða 5., 12. og 19. mars:


5. mars verður kaffihúsakvöld með sparikaffi og meðlæti. Samhliða því verður Árni Guðmundur Guðmundsson með ferðasögur af hálendinu í máli og myndum undir yfirskriftinni ,,Hjólað á fjöllum”.

12. mars verður Beth Mason með fyrirlestur. Beth er löggiltur sjúkraþjálfari og klínískur sérfræðingur í bæklunarlækningum og hefur yfir 12 ára starfsreynslu á þeim vettvangi. Hún hefur jafnframt lokið framhaldsnámskeiði í hjólauppsetningum (advanced bike fit) frá SICI (Serotta International Cycling Instittue www.sici.com ), er starfandi hjólreiðaþjálfari með leyfi frá Bandarísku hjólreiðasamtökunum (USA Cycling) og er Category 1 keppandi í götuhjólreiðum og cyclo-cross í Bandaríkjunum. Jafnframt leggur Beth stund á doktorsnám í íþróttalækningum.

19. mars: Myndasýning og ferðasögur  ,,Ferðalög erlendis”. Darri og Ormur segja frá ferðum sínum erlendis og miðla af reynslu sinni í undirbúningi fyrir ferðir og af ferðalögum erlendis. Báðir eru þeir miklir reynsluboltar og hafa frá mörgu skemmtilegu að segja.

Aðra fimmtudaga verður viðgerðaraðstaðan opin og heitt á könnunni.

Hjóltúrar verða 1., 8., 14., 15., og 22. mars:


1. mars kl. 9:30 Lagt af stað frá Víkingsheimilinu í Fossvogi í hefðbundinn hjóltúr um höfuðborgarsvæðið sem ætti að taka um tvo tíma. Leið og hraði ákvarðast af þeim sem mæta.

8. mars kl. 9:00 Lagt af stað frá Víkingsheimilinu í Fossvogi. Hjólum í Mosfellsbæ og förum í sund í Varmárlaug. Þessi ferð verður undantekning.

14. mars kl. 10:00 Lagt af stað frá stóru brúnu húsunum í Elliðaárdal. Hjólarækt Útivistar stendur fyrir þessari ferð. Sjá nánar: utivist.is/utivist/hjolaraektin/

15. mars kl. 9:30 Lagt af stað frá Víkingsheimilinu í Fossvogi í hjóltúr um höfuðborgarsvæðið sem ætti að taka um tvo tíma. Leið og hraði ákvarðast af þeim sem mæta.

22. mars kl. 9:30 Lagt af stað frá Víkingsheimilinu í Fossvogi í hjóltúr um höfuðborgarsvæðið sem ætti að taka um tvo tíma. Leið og hraði ákvarðast af þeim sem mæta.

Við minnum á að greiðsluseðlar birtast bráðlega í heimabanka klúbbmeðlima. Nýtt skírteini og fréttabréf verða send í lok mars til þeirra sem hafa greitt félagsgjaldið. Það er gaman að segja frá því á tímum verðbólgu og verðhækkana, að félagsgjöld ÍFHK breytast ekki milli ára. Þau eru eins og síðustu ár: 1000,- fyrir ungling (16 ára og yngri), 2000,- fyrir einstakling og 3000,- fyrir fjölskyldu.

Kær kveðja,
Stjórn Íslenska fjallahjólaklúbbsins.