dscf1317ww.jpgNámskeiðið verður haldið í klúbbhúsinu að Brekkustíg 2 fimmtudaginn 23. okt. á efri hæð í fyrirlestrarformi í setustofu. Magnús Bergsson talar út frá sinni reynslu um vetrarútbúnað; hjóls, knapa og viðlegubúnað. Magnús er einn reyndasti hjólreiðamaður landsins og deilir með okkur góðum ráðum um það hvernig það verður leikur einn að hjóla yfir köldustu vetrarmánuðina. Námskeiðið er sjálfstætt framhald af byrjendanámskeiðinu sem haldið var 9. október síðastliðinn.

Þar sem þessi viðburður verður eingöngu á efri hæð verður viðgerðaraðstaðan opin félagsmönnum á sama tíma á 1. hæð. Heitt á könnunni og eitthvað gott í gogginn á boðstólnum.