Fimmtudaginn 11. febrúar kl 20:00 verður Fjölnir Björgvinsson með fyrirlestur í húsakynnum Íslenska fjallahjólaklúbbsins undir yfirskriftinni: Hjólað um Evrópu með börn. Sagt verður frá tveimur ólíkum hjólaferðum síðastliðinna tveggja ára um: Þýskaland, Austurríki og Sviss.

Börnin voru á bilinu 4 til 12 ára og vegalengdirnar samtals 485km. Farið verður yfir kveikjuna að ferðunum, undribúninginn, ferðatilhögun og svo ferðirnar sjálfar í máli og myndum.

Allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir.

Léttar kaffiveitingar í boði ásamt því að viðgerðaaðstaðan á neðri hæðinni verður opin að vejnu.