Aðalfundur ÍFHK 29. okt. 2015

Dagskrá aðalfundar:

1. Kosning fundarstjóra.
Morten Lange

 

2. Skýrsla formanns.

Þórður Ingþórsson. Endurbætur á húsnæði. Dagskrá komin fyrir veturinn. Ágætur gangur í ferðum, þriðjudagsferðirnar og fimm helgarferðir. Hjólhesturinn og hjólreiðar.is verkefnið með Hjólabingó leiknum.

 

3. Lagðir fram endurskoðaðir og áritaðir reikningar

Hákon á reyndar eftir að undirrita. Hrönn fór yfir reikninga og þeir voru samþykktir með lófataki

 

4. Tillögur um breytingar á lögum klúbbsins. Sjá tillögur fyrir neðan.

   a. Allar tillögur um lagabreytingar verða að hafa borist stjórn amk. 14 dögum fyrir aðalfund

   b. Þær verða svo kynntar félagsmönnum fyrir aðalfund í tölvupósti.

Samþykktar með breytingum.

 

5. Kosning formanns.

Þórður Ingþórsson gefur áfram kost á sér sem formaður. Ekkert mótframboð kom fram svo hann var sjálfkjörinn.

 

6. Kosning stjórnar og skoðunarmanna reikninga.

·         Hrönn Harðardóttir gefur áfram kost á sér. Kosinn til tveggja ára í samræmi við breytt lög.

·         Páll Guðjónsson gefur áfram kost á sér. Kosinn til tveggja ára í samræmi við breytt lög.

·         Auður Jóhannsdóttir     This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.           

·         Björn Bjarnason            This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.     

·         Gudný Arngrímsdóttir   This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

·         Alfreð Emil Alfreðsson  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                      +3547757205

·         Fjölnir Björgvinsson°    This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

·         Einar Valur Einarsson   This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

·         Garðar Erlingsson         This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

Öll kosin í stjórn til eins árs og skipta þau með sér verkum.       

Ásbjörn kosinn skoðunarmaður reikninga.

 

7. Nefndir mannaðar

Húsnefnd:                    

·         Þórður Ingþórsson        Formaður húsnefndar                This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

·         Arnaldur Gylfason        1. vika mánaðar690-2401          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

·         Garðar Erlingsson         2. vika mánaðar                        This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

·         Árni Davíðsson            3. vika mánaðar862 9247          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

·         Þórður Ingþórsson        4. + 5. vika mán.                                   This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

·         Fjölnir Björgvinsson      4. + 5. vika mán.           840-3399          This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

·         Anna Jonna Ármannsdóttir                                           This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

·         Auður Jóhannsdóttir                                                     This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

·         Björn Bjarnason                                                                      This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

·         Einar Valur Einarsson                                                  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

·         Hrönn Harðardóttir        823 9780                                  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.

·         Alfreð Emil Alfreðsson  775 7205                                  This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.                     

Skipting er frá síðasta tímabili og mun húsnefnd skipuleggja sig að nýju með nýju fólki.

Ritstjóri og vefstjóri – Páll Guðjónsson

Ferðanefnd– Örlygur formaður ferðanefndar
Aðrir: Guðný, Þórður, Björn Bjarna, Auður, Björn Aðalsteins, Alfreð, Hrönn.

 

8. Lögð fram tillaga að fjárhagsáætlun

Óbreyttur rekstur og kannski meiri áhersla á að létta vinnuna við félagatal og útgáfustarfsemina.

 

9. Önnur mál.

Hjólað óháð aldri. Sesselja Traustadóttir kynnti og leitaði eftir sjálfboðaliðum til að vinna í þessu skemmtilega verkefni. Bæði þarf einhverja til að hafa umsjón með hjólunum sjálfum og fleiri til að taka þátt sem hjólari. Þrjú hjól eru komin til landsins. Heimasíða er í vinnslu og efni í þýðingu, verkefnið er með Facebook síðu og á vef Landssamtaka hjólreiðamanna er hægt að skoða upptöku af fyrirlestri eins af frumkvöðlunum sem hrintu þessu verkefni af stað í Danmörku. Upptaka af ráðstefnunni Hjólað til framtíðar 2015 sem má skoða á vef LHM.is

Landssamtök hjólreiðamanna. Ásbjörn formaður kynnti hvað er á döfinni þar. Einnig má skoða upptöku af  erindi hans af ráðstefnunni á lhm.is

Eurovelo verkefnið rætt.

Tollar á reiðhjólavarahlutum. Arnaldur fór á fund með Fjármálaráðuneytinu til að óska eftir að þeim væru felldir niður og skilaði það sér í tillögu í frumvarpi til fjárlaga sem fer til umræðu fljótlega.

 


Tillögur að breytingum á lögum Íslenska fjallahjólaklúbbsins

Sesselja Traustadóttir sendi eftirfarandi tillögur að lagabreytingum:

 

1. grein:

1.grein: Félagið heitir Íslenski Fjallahjólaklúbburinn, skammstafað ÍFHK.

Breytingartillaga:

1.grein: Félagið heitir Íslenski samgönguhjólreiðaklúbburinn, skammstafað ÍSHK.

Umræður. Fælir nafnið? Er nýja nafnið betra? Dugar að stytta nafnið í daglegu tali?
Sesselja dró tillöguna til baka og vísar til stjórnar að leita leiða til að gera nafnið aðgengilegra nýliðum í daglegu tali. Ræddar tillögur s.s. að nota Hjólaklúbburinn og slíkt.

Í dag notar klúbburinn þrenn lén sem vísa á heimasíðu klúbbsins: fjallahjolaklubburinn.is, hjolaklubburinn.is og ifhk.is

 

4. grein:

4.grein: Markmið félagsins er að auka reiðhjólanotkun og vinna að bættri aðstöðu hjólreiðafólks til samgangna. ÍFHK stendur fyrir útgáfu- og fræðslustarfsemi til að kynna stefnu sína og markmið.

Samkvæmt 4. grein er talað um hjólreiðafólk. Rétt er að tala um vegfarendur sem hjóla frekar en hjólreiðamenn.

Tillaga:

4.grein: Markmið félagsins er að auka reiðhjólanotkun og vinna að bættri aðstöðu fyrir vegfarendur sem hjóla til samgangna. ÍFHK stendur meðal annars fyrir útgáfu- og fræðslustarfsemi til að kynna stefnu sína og markmið.

Breytingatillögur:
 .. aðstöðu fyrir hjólandi vegfarendur. Ekki samþykkt
 .. aðstöðu fyrir þá sem hjóla. Samþykkt

4.grein verður: Markmið félagsins er að auka reiðhjólanotkun og vinna að bættri aðstöðu fyrir þá sem hjóla. ÍFHK stendur meðal annars fyrir útgáfu- og fræðslustarfsemi til að kynna stefnu sína og markmið.

 

7. grein:

7. grein: Hafi félagsmaður ekki greitt félagsgjald fyrir aðalfund, hefur hann ekki atkvæðisrétt á aðalfundi og er ekki kjörgengur í stjórn og nefndir. Við afgreiðslu atkvæða ber félagsmanni að sýna félagsskírteini. Falli greiðsla félagsgjalda niður í eitt ár hættir félagsmaður að fá fréttabréf félagsins. 

Breytingartillaga:

7. grein: Hafi félagsmaður ekki greitt félagsgjald fyrir aðalfund, hefur hann ekki atkvæðisrétt á aðalfundi og er ekki kjörgengur í stjórn og nefndir. Við afgreiðslu atkvæða ber félagsmanni að sýna félagsskírteini. Falli greiðsla félagsgjalda niður í eitt ár hættir félagsmaður að fá fréttabréf félagsins.

 Umræður. Samþykkt með meirihluta atkvæða.

 

9. grein:

9. grein: Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 5 menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Einnig skal kjósa endurskoðanda og formenn nefnda.

Breytingartillaga:

9. grein: Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi. Stjórnina skipa 5 menn: Formaður, sem er kosinn í sér kosningu og skal hann kosinn til eins árs í senn. Síðan skulu tveir menn kosnir til stjórnar árlega, til tveggja ára í senn. Stjórn skiptir með sér verkum og skal vera skipað í embætti varaformanns, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda.

Einnig skal kjósa endurskoðanda og formenn nefnda til eins árs. – ekki með

Einnig skal kjósa tvo varamenn í stjórn,formenn nefnda og skoðunarmann reikninga til eins árs í senn. - Samþykkt

Sé formaður kosinn úr stjórn eftir árs stjórnarsetu, af tveimur, skal kosið í stað þess stjórnarmanns til eins árs.

Ef stjórnarmaður hættir áður en kjörtíma hans lýkur, þá tekur varamaður sæti í stjórn og síðan kosinn nýr varamaður á næsta aðalfundi félagsins.

Sérákvæði fyrir aðalfundinn 2015: Tveir stjórnarmenn skulu kosnir til eins árs og tveir stjórnarmenn til tveggja ára.

Einnig skal kjósa tvo varamenn í stjórn til eins árs í senn ásamt skoðunarmanni reikninga.

Samþykkt með breytingum

 

10. grein:

10. grein: Stjórninni ber að gæta hagsmuna félagsins. Hún ber ábyrgð á eignum þess og boðar til funda. Stjórnarfundir skulu haldnir að jafnaði mánaðarlega. Stjórnin getur enga fullnaðarákvörðun tekið, nema þrír stjórnarmenn séu henni fylgjandi. Stjórnin getur vikið mönnum úr félaginu álíti hún framkomu þeirra félaginu til vansa. Þó getur viðkomandi óskað þess að málið verði tekið fyrir á félagsfundi.

Hvað er félagsfundur hjá ÍFKH og hvernig er hægt að óska eftir honum? Vantar skilgreiningu á honum samkvæmt lögum félagsins og spurning um að laga þau til samræmis við ákvæði laganna.

Breytingartillaga:

10. grein: Stjórninni ber að gæta hagsmuna félagsins. Hún ber ábyrgð á eignum þess og boðar til funda. Stjórnarfundir skulu haldnir að jafnaði mánaðarlega. Stjórnin getur enga fullnaðarákvörðun tekið, nema þrír stjórnarmenn séu henni fylgjandi. Stjórnin getur vikið mönnum úr félaginu álíti hún framkomu þeirra félaginu til vansa. Þó getur viðkomandi óskað þess að málið verði tekið fyrir á félagsfundi.

Stjórn ber að halda opna og vel auglýsta félagsfundi amk. fjórum sinnum á starfsárinu. Ef 10 félagsmenn óska eftir félagsfundi þess utan, ber stjórn að boða til hans innan 3ja vikna.

Breytingatillaga ekki samþykkt en málinu vísað til stjórnar til frekari umfjöllunar. 

 

9. grein:

Breytingatillaga 2 um 9. grein frá Sigurði M. Grétarssyni og Páli Guðjónssyni til að samræma lögin núverandi vinnuháttum varðandi varamenn í stjórn og notkun skoðunarmanna reikninga frekar en löggiltra endurskoðenda:

9. grein: Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 5 menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Einnig skal kjósa endurskoðanda og formenn nefnda.

9. grein: Stjórn félagsins skal kjörin á aðalfundi til eins árs í senn. Stjórnina skipa 5 menn: Formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi. Einnig skal kjósa tvo varamenn í stjórn, skoðunarmann reikninga og formenn nefnda.

Samþykkt, sjá fyrir ofan