Opið bréf til ríkisstjórna á COP26 nóvember 2021frá ECF, Evrópusamtökum hjólreiðamanna sem Landssamtök hjólreiðamanna er aðili að, og Fjallahjólaklúbburinn ásamt flestum samtökum hjólreiðafólks á Íslandi eru aðilar að LHM.
Opið bréf til ríkisstjórna á COP26 nóvember 2021frá ECF, Evrópusamtökum hjólreiðamanna sem Landssamtök hjólreiðamanna er aðili að, og Fjallahjólaklúbburinn ásamt flestum samtökum hjólreiðafólks á Íslandi eru aðilar að LHM.
Engidalur. Dagsferð Fjallahjólaklúbbsins 2. ágúst 2021. Örn, reynslubolti í okkar röðum hefur oft hjólað og gengið inn í Engidal. Lögðum bílunum við Hellisvirkjun og hjóluðum þaðan inn í Engidal. Leiðin er ekki löng en torfær á köflum. En ákaflega fallegt í bakgarði höfuðborgarinnar.
Um miðjan mars var ég full af samúð. Til Grindvíkinga, sem hristust með reglulegu millibili. Hlutir féllu úr hillum og fólki varð ekki svefnsamt. Ég, búandi í Reykjavík hristist líka og þótti mér stundum nóg um. Því skipulagði ég hjólaleið um Þingholtið. Nornareið, sem myndi vekja drekann á holtinu svo hann gæti barist við óvættinn á Reykjanesi. Þetta svínvirkaði, um það leiti sem hjólaleiðin rann úr prentaranum, hætti skjálftavirknin og eldgos hófst í Geldingadölum við Fagradalsfjall.
Dagsferð Fjallahjólaklúbbsins 26. júní 2021. Árni hjólafærnimeistari skipulagði 70 km hring, þar sem hjólað var yfir allar helstu göngu- og hjólabrýr á höfuðborgarsvæðinu, 21 talsins.
Innihald þessa Hjólhests endurspeglar þá öflugu starfsemi sem unnin er bæði innan Fjallahjólaklúbbsins og Landssamtaka hjólreiðamanna sem ÍFHK er aðili að og annarra aðildarfélaga LHM eins og Hjólafærni á Íslandi. Undir hatti LHM eru líka félög með öfluga starfsemi í hjólasportinu.
Fyrir neðan eru myndir úr dagsferð Fjallahjólaklúbbsins að eldgosinu í Geldingadal 24 maí 2021.
Aðalfundur ÍFHK var haldinn 7. apríl 2022 eftir frestun vegna Covid takmarkana á samkomum. Gekk hann vel fyrir sig, reksturinn er með ágætum, fjöldi félagsmanna nokkuð stöðugur og hugur í fólki að vera með öfluga starfsemi á árinu.
Fjallafjör býður félagsmönnum IFHK 10% afslátt í nýjan Rafhjólahóp. Félagsmenn nota afsláttarkóðann „IFHK-RAF“ til að fá 10% afslátt.
Síðustu forvöð að nýta nagladekkin. Við ætlum að fara laugardaginn 9 apríl og hjóla Svínadalinn. 40 km á malbiki og góðum malarvegum. Ekki mikil hækkun. En það spáir frosti og snjókomu. Hlýr klæðnaður sem og nagladekk eru nauðsyn.
Aðalfundur Íslenska fjallahjólaklúbbsins sem auglýstur var 20. janúar 2022, en var frestað vegna samkomutakmarkana verður haldinn 7. apríl 2022 kl. 20 í klúbbhúsinu Brekkustíg 2.
Þá er komið að okkar árlega pökkunarkvöldi fyrir félagsskírteini og Hjólhestinn okkar, brakandi ferskan úr prentun. Fimmtudaginn 17. mars á Brekkustíg 2, 101 Reykjavík. Athugið að við byrjum kl 19:00 á pizzuveislu, því er gott að sjá hversu margir koma, endilega merkið "going" á Facebook viðburðinum ef þið mætið í pizzu og gos.
Íslenski fjallahjólaklúbburinn,
Brekkustíg 2,
101 Reykjavík.
Netfang: ifhk@fjallahjolaklubburinn.is
Kt. 600691-1399
Banki: 515-26-600691
Vafrakökur og persónuvernd
Vefur unninn af Hugríki.is.